Fréttir & tilkynningar

Fjöruhreinsun í Héðinsfirði 2022

Snemma í vor var mikið plastrusl úr Héðinsfjarðarfjöru flutt til förgunar á Siglufirði. Meðal annars eitt hundrað úttroðnir netpokar eða u.þ.b. 7-10 rúmmetrar og var afrakstur vetrarsöfnunar Lisu Dombrowe og Ragga Ragg. Hreinsunin hélt svo áfram í sumar þegar vinir þeirra og stuðningsfólk kom til aðstoðar á Örkinni Gunna Júl 24. júlí. Nærri tuttugu manns sigldu þá til hreinsunar í Héðinsfirði og voru plokkaðir um 6 rúmmetrar af plasti – hluti af því smágert brotaplast, komið nálægt frumeindum sínum.
Lesa meira

Grillveisla fyrir eldri borgara í Fjallabyggð í boði Kiwanis - Ný staðsetning

Kiwanisklúbburinn Skjöldur býður eldri borgurum í Fjallabyggð til grillveislu við Kiwanishúsið við Aðalgötu á Siglufirði laugardaginn 3. september frá kl. 12:30 Ekki verður hægt að vera með grillið í skógræktinni vegna flugu. Borð og stólar verða á staðnum.
Lesa meira

Lokun gatna í Ólafsfirði vegna malbikunar

Fimmtudaginn 1. september verður eftirfarandi lokun gatna í Ólafsfirði vegna malbikunar. Ökumenn eru beðnir að virða lokanir og nota merktar hjáleiðir.
Lesa meira

Kynningarfundur Vaxtarrýmis

Norðanátt býður upp á öflugt Vaxtarrými í annað sinn í haust þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.
Lesa meira

Orkusalan færir Fjallabyggð grænar greinar

Þessir starfsmenn Orkusölunnar komu færandi hendi í dag og afhentu Sigríði Ingvarsdóttur bæjarstjóra Fjallabyggðar þessa fallegu plöntu til að minna á grænar áherslur fyrirtækisisns. Orkusalan kolefnisjafnar starfsemi sína ásamt vinnslu orku úr eigin virkjunum.
Lesa meira

Stuðningsfulltrúa vantar til starfa í Grunnskóla Fjallabyggðar

Grunnskóla Fjallabyggðar leitar eftir kröftugum og jákvæðum starfskrafti í vinnu. Um er að ræða 75% stöðu stuðningsfulltrúa á starfsstöðina í Ólafsfirði. Ráðið er tímabundið í stöðuna. Umsækjendur þurfa að veita leyfi til upplýsingaröflunar úr sakaskrá. Áhugsamir endilega hafið samband við Erlu Gunnlaugsdóttir skólastjóra í síma 4649150 eða á netfangið erlag@fjallaskolar.is
Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum

Opnað hefur verið verið fyrir umsóknir um styrki úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða vegna framkvæmda á árinu 2023. Umsóknarfrestur er til kl. 13 miðvikudaginn 5. október.
Lesa meira

Kaldavatnslaust á Suðurgötu 60-86 Siglufirði í dag 24. ágúst milli 10:00-12:00

Loka þarf fyrir kaldavatnið á Suðurgötu, Siglufirði í dag 24. ágúst. Nánar tiltekið milli húsa 60 – 86. Gert er ráð fyrir að lokunin verði milli kl. 10:00 og 12:00 en gæti dregist aðeins lengur
Lesa meira

Kveðja til íbúa Húnabyggðar

Kæru íbúar Húnabyggðar Fyrir hönd íbúa Fjallabyggðar sendum við ykkur og öðrum þeim sem eiga um sárt að binda, innilegar samúðarkveðjur vegna þess harmleiks sem átti sér stað á Blönduósi. Hugur okkar er hjá ykkur. Bæjarstjórn Fjallabyggðar
Lesa meira

Ökumenn gæti að sér í umferðinni

Af gefnu tilefni eru ökumenn beðnir um að sýna aðgát í umferðinni nú þegar skólastarf er að hefjast á ný og einnig að virða hraðatakmarkanir í íbúðagötum bæjarins.
Lesa meira