Fréttir & tilkynningar

Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar samþykkt einróma – Bókun bæjarstjóra

Bókun bæjarstjóra vegna fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar
Lesa meira

Fjarðará í Ólafsfirði til leigu - Veiðifélag Ólafsfjarðar óskar eftir tilboðum

Fjarðará í Ólafsfirði til leigu Veiðifélag Ólafsfjarðar óskar eftir tilboðum í leigu á Fjarðará í Ólafsfirði. Um er að ræða bleikjuá þar sem með slæðist sjóbirtingur og lax. Veiðitímabil er frá 15. júlí til 20. september ár hvert. Þriðjudagar eru bændadagar.
Lesa meira

Skarphéðinn Þórsson ráðinn forstöðumaður Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar

Skarphéðinn Þórsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar, sem var auglýst laust til umsóknar 16. nóvember sl. Átta umsóknir bárust um starfið. Skarphéðinn mun hefja störf í byrjun næsta árs og tekur við af Hauki Sigurðssyni sem lætur af störfum eftir 29 ára farsælt starf.
Lesa meira

Börn úr Leikskálum kíktu í heimsókn í Ráðhúsið

Jólagleðin leyndi sér ekki þegar flottir 4ra og 5 ára nemendur Leikskála á Siglufirði kíktu í óvænta heimsókn í Ráðhúsið í dag og sungu jólalög fyrir okkur starfsfólkið. Fengu þau öll smákökur að launum og stilltu sér upp fyrir myndatöku. Takk fyrir þessa ánægjulegu heimsókn og gleðileg jól.
Lesa meira

223. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

223. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði 15. desember 2022 kl. 17:00
Lesa meira

Norðanátt, Fjárfestahátíð; Umsóknarfrestur framlengdur til 15. janúar 2023

Verkefnastjórn Norðanáttar hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrest vegna umsókna á Fjárfestahátíð Norðanáttar á Siglufirði (Sjá auglýsingu). Umsóknarfrestur er til miðnættis 15. janúar 2023.
Lesa meira

Fréttabréf SSNE fyrir nóvember 2022

Út er komið mánaðarlegt fréttabréf SSNE fyrir nóvember 2022 - það síðasta sem kemur út á árinu en þó ekki það síðasta af árinu, en desember fréttabréfið kemur út í byrjun janúar.
Lesa meira

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar heimsækir listamenn og söfn

Forsvarsmenn Síldarminjasafnsins þau Aníta Elefsen, safnstjóri, Edda Björk Jónsdóttir og Daníel Pétur Daníelsson, buðu markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar í heimsókn í Síldarminjasafnið í gær mánudaginn 5. desember.
Lesa meira

Jólastemning í Iðjunni

Jólastemning í Iðjunni þegar bæjarstjóri leit við á dögunum Sigríður bæjarstjóri kíkti við í Iðjuna á Siglufirði. Þar var gleðileg jólastemning, verið að baka jólasmákökur, föndra, búa til jólaskraut og jólavörur og söngurinn ómaði um allt hús. Hjá Iðjunni er hægt að kaupa ýmislegt sem ratað gæti í jólapakkann eða heim í stofu nú fyrir jólin. Íbúar og gestir eru hvattir til að kíkja við og njóta jólaandans sem þar ríkir.
Lesa meira

Styrkveitingar til verkefna og viðburða á málefnasviðum matvælaráðherra haustið 2022

Matvælaráðuneytið veitir styrki til verkefna og viðburða á málefnasviðum matvælaráðherra. Ekki eru veittir styrkir til ríkisstofnana eða sveitarfélaga einstaklinga, rekstrarstyrkir, ferðastyrkir, styrkir til nefndarsetu eða styrkir til BA/BS, eða meistaraprófa. Þá eru ekki veittir styrkir til bæjarhátíða.
Lesa meira