13.09.2021
Heitavatnslaust verður í Ólafsfirði milli 17:00 og 23:00 í dag mánudaginn 13. september Vegna vinnu við dreifikerfi verður LOKAÐ fyrir HEITT VATN í Ólafsfirði, sunnan við Ólafsveg og fram í Hólkot í dag mánudaginn 13. september. Lokun er áætluð frá kl. 17:00 - 23:00 eða á meðan vinna stendur yfir. Á heimasíðu www.no.is má sjá góð ráð við hitaveiturofi.
Lesa meira
10.09.2021
Kjörskrár í Fjallabyggð vegna Alþingiskosninga þann 25. september 2021 munu liggja frammi frá 13. september nk. til sýnis í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði og bókasafninu á Ólafsvegi 4, Ólafsfirði, á auglýstum opnunartíma skrifstofu virka daga fram til 25. september. [Meira...]
Lesa meira
09.09.2021
Miðvikudaginn 15. september 2021 gengst Fjallabyggð fyrir opnum íbúafundi í Ráðhúsi Fjallabyggðar, 2. hæð kl. 16:30.
Á fundinum verða kynnt drög að hönnun miðbæjar Siglufjarðar byggð á deiliskipulagi sem samþykkt var af bæjarstjórn Fjallabyggðar þann 13. september 2017
[Meira...]
Lesa meira
09.09.2021
Í tlefni góða veðursins ætlum við að syngja fullum hálsi á Rauðku, Siglufirði, föstudaginn 10. september kl. 17:00
Söngtextar koma upp á tjaldið svo allir geta sungið með. Hljómsveitin Singalonghópurinn heldur uppi söngstuðinu.
Rútuferð frá Ólafsfirði kl. 16:15 og aftur til baka kl. 18:45
Lesa meira
07.09.2021
Nýhafið er skólaárið 2021-2022 í Grunnskóla Fjallabyggðar. Áfram verður nemendum í 1.-4. bekk gefinn kostur á frístundarstarfi strax að loknum skólatíma kl. 13.35 - 14.35. Starfið er fjölbreytt og í samstarfi við íþróttafélög, danskennara, grunnskólann og tónlistarskólann. Nemendur eru skráðir í frístundarstarfið hálfan vetur í einu. Í undanteknum tilvikum, ef gild ástæða er til, er hægt að endurskoða skráningu 25.-27. hvers mánaðar og tæki breytingin þá gildi um næstu mánaðarmót á eftir.
Lesa meira
06.09.2021
204. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði, 8. september 2021 kl. 17.00
Lesa meira
04.09.2021
Á mánudaginn 6. sept verður Eyþór Björnsson framkvæmdastjóri SSNE til viðtals í Ólafsfirði frá kl. 9 -13:00.
Þeir sem vilja bóka fund eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið eythor@ssne.is
Lesa meira
02.09.2021
Vetraropnun Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar gildir frá 4. september 2021
Opnunartímar verða sem hér segir:
Lesa meira
27.08.2021
Félagsstarf aldraðra og dagdvöl eldri borgara hefst samkvæmt vikuplani 1. september nk. og er dagskráin fjölbreytt að venju. Allir heldri borgarar Fjallabyggðar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og notið félagsstarfsins í vetur.
Lesa meira
26.08.2021
Klukkan 8:00 laugardaginn 28. ágúst verður fyrsta North Ultra hlaup Fjallakofans ræst út frá Dalvík og kl 12:00 verður fyrsta Half North hlaupið ræst út við Olís stöðina við Ægisgötu í Ólafsfirði.
Lesa meira