Fréttir & tilkynningar

Færðu Slökkviliði Fjallabyggðar hjartastuðtæki

Slysavarnadeild kvenna á Ólafsfirði færði í dag Slökkviliði Fjallabyggðar tvö hjartastuðtæki að gjöf. Tækin eru kærkomin enda krafa um að slíkur búnaður sé til staðar í slökkvibílum. Slökkviliðsmenn veittu tækjunum viðtöku á slökkvistöðinni á Ólafsfirði.
Lesa meira

Breytt áætlun skólabíls föstudaginn 15. október

Föstudaginn 15. október verður áætlun skólabíls með breyttu sniði þar sem engin kennsla er í Grunnskóla Fjallabyggðar.
Lesa meira

Opið er fyrir umsóknir um styrki fyrir árið 2022. Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2021

Opið hefur verið fyrir umsóknir um styrki fyrir árið 2022. Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2021. Bæjarráð auglýsir eftir umsóknum: um styrki til menningarmála um styrki til hátíðarhalda um styrki til reksturs safna og setra um styrki til fræðslumála um styrki til félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts 2022
Lesa meira

205. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

205. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði, 13. október 2021 kl. 17.00
Lesa meira

Verðkönnun – ræsting Tónlistarskólinn á Tröllaskaga Siglufirði

Fræðslu- frístunda- og menningarmáladeild Fjallabyggðar auglýsir verðkönnun í reglulega ræstingu og sumarhreingerningu/sumarþrif í húsnæði tónlistarskólans á Siglufirði samkvæmt lýsingu. Heildarfjöldi fermetra í verðkönnuninni er 187,1 m².
Lesa meira

Nýr vefur - List fyrir alla

List fyrir alla hefur formlega opnað glæsilegan vef þar sem hægt er að finna ítarlegar upplýsingar um barnamenningu og listviðburði fyrir ungt fólk sem gagnast bæði skólum og fjölskyldum.
Lesa meira

Umsóknir um styrki Fjallabyggðar vegna ársins 2022

Vakin er athygli á því að opnað verður fyrir umsóknir um menningar,- og fræðslustyrki, styrki vegna hátíða, styrki til reksturs safna og setra og umsóknir um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir árið 2022 fimmtudaginn 14. október nk. Umsóknarfrestur verður til og með 28. október nk.
Lesa meira

Sunnudagsveisla í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Sunnudaginn 10. okt. kl 14.00 opnar J Pasila sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem ber yfirskriftina Ókunnugur. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00 - 17.00 til 24. október. Þann sama dag kl. 15.30 verður Lydia Athanasopoulos með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki um rebetika sönghefð Grikklands. Athugið að erindið er á ensku.
Lesa meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra (SSNE) auglýsir eftir styrkumsóknum fyrir árið 2022

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra (SSNE) auglýsir eftir styrkumsóknum fyrir árið 2022. Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra  auglýsir eftir umsóknum og veitir styrki í eftirfarandi þremur flokkum: Verkefnastyrkir til atvinnuþróunar & nýsköpunar Verkefnastyrkir á sviði menningar Stofn- og rekststrarstyrkir á sviði menningar
Lesa meira

Haustfundur ferðaþjónustu, menningar-, afþreyingar- og þjónustuaðila í Fjallabyggð

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar stendur fyrir fundi með ferðaþjónustu, menningar-, afþreyingar-, og þjónustuaðilum í Fjallabyggð Í Tjarnarborg þriðjudaginn 12. október frá kl. 17:00 – 18:30.
Lesa meira