Fréttir & tilkynningar

Smáframleiðendur matvæla sameinast í Matsjánni

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matsjánna, verkefni sem er ætlað smáframleiðendum matvæla sem vilja efla leiðtogafærni sína, öðlast aukna getu til að þróa vörur og þjónustu og efla tengslanetið sitt í greininni. Matsjáin fer fram á 14 vikna tímabili frá 6. janúar til 7. apríl og samanstendur af sjö lotum með heimafundum/jafningjaráðgjöf, fræðslu og erindum, verkefnavinnu og ráðgjöf. Verkefnið fer fram á netinu þvert á landið og lýkur með veglegri uppskeruhátíð þar sem þátttakendur hittast í raunheimi.
Lesa meira

Dansandi Fjallabyggð - Opið dansnámskeið

Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag tekur upp þráðinn að nýju og býður íbúum Fjallabyggðar á opið dansnámskeið sem haldið verður í Tjarnarborg. Námskeiðið verður 5 sunnudagskvöld kl. 20.00 – 21:30, í fyrsta sinn sunnudaginn 7. nóvember nk. Danskennari verður Ingunn Hallgrímsdóttir. Þátttaka er endurgjaldslaus.
Lesa meira

Hjónin Baldvin Júlíusson og Margrét Sveinbergsdóttir færðu Fjallabyggð málverk eftir Sigurjón Jóhannsson

Hjónin Baldvin Júlíusson og Margrét Sveinbergsdóttir færðu Fjallabyggð að gjöf, málverk eftir listmálarann Sigurjón Jóhannsson. Myndina málaði Sigurjón árið 1988 og er hún af dreng að "spranga" í Siglufjarðarhöfn.
Lesa meira

Listasmiðjan SKAFL Alþýðuhúsinu á Siglufirði 27. - 30. október

Listasmiðjan SKAFL fer fram í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í þriðja sinn með þátttöku listamanna með ólíkan bakgrunn í listum og nú í samstarfi við Ljósastöðina. Fólk kemur saman víða að og vinnur í frjálsu flæði og þvert á listgreinar í nokkra daga. Smiðjan er hugsuð sem tilraunasmiðja og verða því ekki endilega til fullmótuð verk eða hugmyndir á vinnutímanum. Mikilvægast er samtalið og samvera listamannanna og samskipti við bæjarbúa. Smiðjan er opin þannig að gestir eru velkomnir að kíkja við í miðdegiskaffi í spjall og hugmyndaflæði við eldhúsborðið.
Lesa meira

Sköpun og verk - Handverkssýning í Tjarnarborg fyrsta vetrardag

Sköpun og verk - Handverkssýning í Tjarnarborg fyrsta vetrardag 23. október nk.
Lesa meira

Heitavatnsrof á brekkunni í Ólafsfirði á morgun fimmtudag milli 13:00 og 19:00

Vegna vinnu við dreifikerfi verður LOKAÐ fyrir HEITT VATN á brekkunni í Ólafsfirði fimmtudaginn 21. október. Áætlaður tími lokunar er frá kl. 13:00 - 19:00 eða á meðan vinna stendur yfir.
Lesa meira

ATH ! Sundlaugar Fjallabyggðar verða lokaðar í dag mánudaginn 25. október frá kl. 14:30 – 17:00

Sundlaugar Fjallabyggðar verða lokaðar í dag mánudaginn 25. október frá kl. 14:30 – 17:00. Rækt og salur verða opin.
Lesa meira

Tilkynning vegna vinnu við vatnsveitu í Ólafsfirði

Vegna vinnu við vatnsveitu í Ólafsfirði geta orðið truflanir á vatnsþrýstingi í bænum á milli klukkan 12:00 – 22:00 í dag miðvikudaginn 20. október. Mögulega gæti orðið vatnslaust á Hlíðarvegi og Túngötu.
Lesa meira

Opnnunartími sundlauga lengdur frá 21. október fram að áramótum

Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar auglýsir lengda opnun sundlauga á þriðjudögum og fimmtudögum frá og með 21. október til 31. desember 2021
Lesa meira

Fjölskyldusirkushelgi Húlladúllunnar í Fjallabyggð

Húlladúllan býður íbúum á Tröllaskaga upp á bráðskemmtilega og heilsueflandi fjölskyldusirkushelgi helgina 23. - 24. október 2021. Þátttakendur kynnast og spreyta sig á hinum ýmsu sirkuslistum og og sirkusáhöldum auk þess sem við förum í allskonar skemmtilega leiki.
Lesa meira