Fréttir & tilkynningar

Jólamarkaður í Tjarnarborg

Hinn árlegi jólamarkaður í Tjarnarborg verður laugardaginn 27. nóvember frá kl. 13:00-16:00 Gætt verður að öllum sóttvarnarregluum - langt bil á milli borða - grímuskylda - sprittþvottur við inngang og gætt að fjöldatakmörkunum. Þeir sem hafa hug á því að fá borð ea panta jólahús vinsamlegast hafið samband við Ástu í síma 853 8020 eða á netfangið tjarnarborg@fjallabyggd.is
Lesa meira

Tendrun ljósa jólatrjánna í Fjallabyggð er aflýst

Vegna samkomutakmarkanna verður ekki hefðbundinn viðburður í kringum tendrun ljósa jólatrésins, fyrstu helgi í aðventu, laugardaginn 27. og sunnudaginn 28. nóvember. Þess í stað munu yngri börn leik- og grunnskóla gera sér ferð að jólatrjánum í desember og m.a. hengja á þau jólaskraut, syngja og jólasveinarnir koma í heimsókn með glaðning í poka. Við minnum á rafrænt aðventudagatal á heimasíðu Fjallabyggðar og hvetjum alla sem ætla að bjóða upp á dagskrá/viðburð á aðventu, að skrá viðburðinn sinn þangað inn. Þannig geta bæjarbúar auðveldlega fylgst með öllu því sem um verður að vera í Jólabænum Fjallabyggð á aðventu. Við hvetjum íbúa til að nýta opnunartíma verslana og þjónustuaðila til að dreifa álaginu. Virðum tveggja metra fjarlægðarmörkin og notum andlitsgrímur.
Lesa meira

Barnamenningardagar í Fjallabyggð

Barnamenningardagar Fjallabyggðar fóru fram í nýliðinni viku dagana 16. – 19. nóvember og tókust þeir afskaplega vel. Dagskrá hátíðarinnar var fjölbreytt þar sem í boði voru meðal annars sköpunarsmiðjur/listsmiðjur, tónlist, fræðsla, ljóðlist, skapandi dans, fjöllistir og fleira fyrir börn og ungmenni í Fjallabyggð.
Lesa meira

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa 21. nóvember

Dagurinn er til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni en ekki hvað síst að þakka þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og björgun.
Lesa meira

Dansandi Fjallabyggð - námskeiðum frestað fram í janúar

Stýrihópur um Heilsueflandi samfélag hefur ákveðið að fresta þeim þremur námskeiðstímum sem eftir eru af opnu dansnámskeið í Tjarnarborg fram í janúar 2022. Námskeiðið verður því sett í gang að nýju sunnudagskvöldin 9. 16. og 23. janúar 2022.
Lesa meira

Tillaga að deiliskipulagi, Gránugata 5 og 13, Siglufirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti 10. nóvember 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi Gránugötu 5 og 13 skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið afmarkast af lóðamörkum Gránugötu 5, landnr. 142401, og Gránugötu 13, landnr. 142405.
Lesa meira

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir styrkumsóknum - Opnað á ný fyrir umsóknir til kl. 13:00 þriðjudaginn 7. desember.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2022. Opnað verður fyrir umsóknir mánudaginn15. nóvember og er umsóknarfrestur til kl. 13 þriðjudaginn 7. desember. Auglýst er að nýju vegna formgalla við birtingu auglýsingar sem birtist 24. september sl. en umsóknir sem bárust skv. þeirri auglýsingu halda gildi sínu og ekki þörf á að senda þær aftur inn. Framkvæmdasjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
Lesa meira

Viðburðadagatal á aðventu í Fjallabyggð 2021-2022

Undanfarin ár hefur viðburðadagatal verið gefið út á vegum bæjarins þar sem tíunduð er dagskrá flestra þjónustuaðila, kirkjunnar, félaga, safna, skóla, tónleikar, jólamarkaðir, miðbæjarstemning og fleira sem fylgir því að njóta töfra aðventunnar.
Lesa meira

Barnamenningardagar í Fjallabyggð 16. - 19. nóvember - dagskrá

Barnamenningardagar Fjallaabyggðar verða haldnir dagana 16. - 19. nóvember þar sem í boði verða meðal annars sköpunarsmiðjur, námskeið, fræðsla, tónlist og fleira fyrir börn og ungmenni í Fjallabyggð.
Lesa meira

Norðurstrandarleið hlýtur nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar

Markaðsstofa Norðurlands var tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar í ár, en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Tilnefninguna hlaut MN vegna Norðurstrandarleiðar – Arctic Coast Way, sem opnaði við hátíðlega athöfn árið 2019 og hefur orðið að stórum segli í ferðaþjónustu á Norðurlandi
Lesa meira