Fréttir & tilkynningar

Íbúafundur - Hönnun miðbæjar Siglufjarðar

Miðvikudaginn 15. september 2021 gengst Fjallabyggð fyrir opnum íbúafundi í Ráðhúsi Fjallabyggðar, 2. hæð kl. 16:30. Á fundinum verða kynnt drög að hönnun miðbæjar Siglufjarðar byggð á deiliskipulagi sem samþykkt var af bæjarstjórn Fjallabyggðar þann 13. september 2017 [Meira...]
Lesa meira

Söngskemmtun Sing-a-long á Rauðku

Í tlefni góða veðursins ætlum við að syngja fullum hálsi á Rauðku, Siglufirði, föstudaginn 10. september kl. 17:00 Söngtextar koma upp á tjaldið svo allir geta sungið með. Hljómsveitin Singalonghópurinn heldur uppi söngstuðinu. Rútuferð frá Ólafsfirði kl. 16:15 og aftur til baka kl. 18:45
Lesa meira

Nýtt skólaár hafið – mjög góð skráning í Frístund

Nýhafið er skólaárið 2021-2022 í Grunnskóla Fjallabyggðar. Áfram verður nemendum í 1.-4. bekk gefinn kostur á frístundarstarfi strax að loknum skólatíma kl. 13.35 - 14.35. Starfið er fjölbreytt og í samstarfi við íþróttafélög, danskennara, grunnskólann og tónlistarskólann. Nemendur eru skráðir í frístundarstarfið hálfan vetur í einu. Í undanteknum tilvikum, ef gild ástæða er til, er hægt að endurskoða skráningu 25.-27. hvers mánaðar og tæki breytingin þá gildi um næstu mánaðarmót á eftir.
Lesa meira

204. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

204. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði, 8. september 2021 kl. 17.00
Lesa meira

Framkvæmdastjóri SSNE til viðtals í Ólafsfirði mánudaginn 6. september

Á mánudaginn 6. sept verður Eyþór Björnsson framkvæmdastjóri SSNE til viðtals í Ólafsfirði frá kl. 9 -13:00. Þeir sem vilja bóka fund eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið eythor@ssne.is
Lesa meira

Vetraropnun Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar gildir frá 4. september 2021

Vetraropnun Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar gildir frá 4. september 2021 Opnunartímar verða sem hér segir:
Lesa meira