Fréttir & tilkynningar

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða auglýsir eftir styrkumsóknum - Opnað fyrir umsóknir

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er í vörslu Ferðamálastofu. Samkvæmt lögum nr. 75/2011 um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða er markmið og hlutverk sjóðsins að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða og ferðamannaleiða um land allt og styðja með því við þróun ferðaþjónustu sem mikilvægrar og sjálfbærrar stoðar í íslensku atvinnulífi [Meira...]
Lesa meira

Útboð – ræsting Leikskóli Fjallabyggðar, Leikhólar Ólafsfirði

Fræðslu- frístunda- og menningarmáladeild Fjallabyggðar óskar eftir tilboðum í reglulega ræstingu og sumarhreingerningu í Leikskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði samkvæmt útboðslýsingu. Heildarfjöldi fermetra í útboðinu er 379,2 m². Reiknað er með að ræsting á grundvelli útboðsins hefjist þann 15. nóvember 2021 og að gerður verði verksamningur um verkið til þriggja ára, eða til 14. nóvember 2024.
Lesa meira

Ertu með hugmynd að verkefni og vantar aðstoð?

Opnað verður fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra þann 4. október og af því tilefni verða ráðgjafar frá SSNE, Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, á ferð um landshlutann vikuna 4. - 7. október til að veita persónulega ráðgjöf um næstu skref.
Lesa meira

Varðskipið Freyja verður gert út frá Siglufirði

Bindandi samkomulagi hefur verið komið á varðandi kaup á varðskipinu Freyju á milli United Offshore Support GmbH og Landhelgisgæslu Íslands. Ríkiskaup og Landhelgisgæsla Íslands efndu til útboðs fyrr á árinu og bárust fimm tilboð. Einungis tvö þeirra reyndust gild og var lægra tilboðinu tekið. Með kaupum á varðskipinu Freyju eykst björgunargeta Landhelgisgæslunnar á hafinu til muna en skipið er sérlega vel búið til björgunar- og löggæslustarfa.Skipið var smíðað árið 2010 og hefur undanfarin ár þjónustað olíuiðnaðinn.
Lesa meira

Opið er fyrir umsóknir í Menningar- og viðurkenningarsjóð KEA

Á undanförnum áratugum hefur Menningarsjóður KEA, nú Menningar- og viðurkenningarsjóður KEA, veitt hverskonar menningarstarfsemi á félagssvæðinu öflugan fjárhagslegan stuðning. Opið er fyrir umsóknir en umsóknarfrestur rennur út 21. október.
Lesa meira

Íbúafundur - Hönnun miðbæjar Siglufjarðar

Miðvikudaginn 15. september sl. stóð Fjallabyggð fyrir opnum íbúafundi í Ráðhúsi. Fjölmenni mætti til fundarins. Á fundinum voru kynnt drög að hönnun miðbæjar Siglufjarðar byggð á deiliskipulagi sem samþykkt var af bæjarstjórn Fjallabyggðar síðla árs 2017. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar stýrði fundi og fór fulltrúi hönnuðar, Aðalheiður E. Kristjánsdóttir landslagsarkitekt hjá Landmótun ítarlega yfir alla helstu þætti hönnunar og útlits.
Lesa meira

Alþingiskosningar 25. september 2021

Kjördeildir í bæjarfélaginu Fjallabyggð við Alþingiskosningarnar þann 25. september nk. verða tvær. Kjördeild I í Ráðhúsi Fjallabyggðar, 2. hæð Gránugötu 24 Siglufirði kjósa íbúar Siglufjarðar. Kjörfundur hefst kl. 10:00. Í kjördeild II í húsi Menntaskólans á Tröllaskaga að Ægisgötu 13 í Ólafsfirði kjósa íbúar Ólafsfjarðar. Kjörfundur hefst kl. 10:00.
Lesa meira

Sundlaugin í Ólafsfirði lokar kl. 16:30 í dag 13. september vegna viðgerðar á heitavatnslögn

Sundlaugin í Ólafsfirði verður lokuð í dag 13. september frá kl. 16:30 vegna viðgerðar á heitavatnslögn í bænum. Ræktin verður opin eins og venjulega til kl. 19:00. Forstöðumaður íþróttamiðstöðva
Lesa meira

Heitavatnslaust verður í Ólafsfirði milli 17:00 og 23:00 í dag mánudaginn 13. september

Heitavatnslaust verður í Ólafsfirði milli 17:00 og 23:00 í dag mánudaginn 13. september Vegna vinnu við dreifikerfi verður LOKAÐ fyrir HEITT VATN í Ólafsfirði, sunnan við Ólafsveg og fram í Hólkot í dag mánudaginn 13. september. Lokun er áætluð frá kl. 17:00 - 23:00 eða á meðan vinna stendur yfir. Á heimasíðu www.no.is má sjá góð ráð við hitaveiturofi.
Lesa meira

Kjörskrá í Fjallabyggð 2021

Kjörskrár í Fjallabyggð vegna Alþingiskosninga þann 25. september 2021 munu liggja frammi frá 13. september nk. til sýnis í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði og bókasafninu á Ólafsvegi 4, Ólafsfirði, á auglýstum opnunartíma skrifstofu virka daga fram til 25. september. [Meira...]
Lesa meira