Fréttir & tilkynningar

Félagsstarf aldraðra og dagdvöl eldri borgara Fjallabyggðar haustið 2021

Félagsstarf aldraðra og dagdvöl eldri borgara hefst samkvæmt vikuplani 1. september nk. og er dagskráin fjölbreytt að venju. Allir heldri borgarar Fjallabyggðar ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og notið félagsstarfsins í vetur.
Lesa meira

Lokanir gatna / umferðartafir í Fjallabyggð vegna North Ultra og North Half laugardaginn 28. ágúst

Klukkan 8:00 laugardaginn 28. ágúst verður fyrsta North Ultra hlaup Fjallakofans ræst út frá Dalvík og kl 12:00 verður fyrsta Half North hlaupið ræst út við Olís stöðina við Ægisgötu í Ólafsfirði.
Lesa meira

Snjóflóðavarnir Siglufirði, stoðvirki 4. áfangi

Líkt og íbúar á Siglufirði og gestir hafa orðið varir við í sumar hefur vinna við snjóflóðavarnir í Hafnarfjalli verið í fullum gangi. Reglulega hefur þyrla komið til þess að ferja búnað og byggingarefni upp í fjallið í þessum 4. áfanga verkefnisins. Verkið felst í að setja upp stoðvirki úr stáli (e. snow bridges) á upptökusvæðum snjóflóða til snjóflóðavarna í N-Fífladölum og Hafnarhyrnu ofan byggðar á Siglufirði.
Lesa meira

North Ultra og North Half Fjallakofans 28. ágúst

Klukkan 8:00 laugardaginn 28. ágúst 2021 verður fyrsta North Ultra hlaup Fjallakofans ræst og kl. 12:00 verður fyrsta Half North hlaupið ræst.
Lesa meira

Héðinsfjörður hreinsaður

Sunnudaginn 8. ágúst var gerður út leiðangur í Héðinsfjörð til að hreinsa plastrusl af fjörukömbum og nálægu umhverfi. Siglt var á Örkinni hans Gunna, en Gunnar Júlíusson lagði fram skip sitt og vinnu í þágu þessa góða málefnis. Alls voru 15 manns á öllum aldri um borð, sem tilbúnir voru að leggja á sig mikla vinnu þegar í land var komið. Einnig tóku landeigendur þátt í hreinsuninni. Og sveitarfélagið Fjallabyggð veitti aðstoð.
Lesa meira

Orkusalan færir sveitarfélaginu Grænar greinar

Orkusalan setur sér háleit markmið þegar kemur að umhverfismálum og er þetta græna verkefni sumarsins, eins og árið á undan, að afhenda sveitarfélögum landsins að gjöf Grænar greinar Orkusölunnar til gróðursetningar. Orkusalan er eina orkufyrirtækið á almennum markaði sem er kolefnishlutlaust.
Lesa meira

Styrkir haustið 2021

Ráðgjafar SSNE veita upplýsingar um styrki og styrkjamöguleika sem standa einstaklingum, fyrirtækjum og rannsóknaraðilum til boða. Á næstu mánuðum eru eftirfarandi sjóðir auglýstir:
Lesa meira

Norðanátt opnar fyrir umsóknir í Vaxtarrými

Opnað hefur verið fyrir skráningar í viðskiptahraðalinn Vaxtarrými. Um er að ræða átta vikna viðskiptahraðall með áherslu á sjálfbærni með mat, vatn og orku að leiðarljósi þar sem þátttakendur fá tækifæri til að efla sig og sín fyrirtæki og vaxa með vindinn í bakið.
Lesa meira

Innritun hafin í TáT skólaárið 2021-2022

Innritun er hafin fyrir skólaárið 2021. – 2022. Tónlistarskólinn er ekki bara fyrir börn heldur líka fyrir fullorðna og vijum við eindregið hvetja alla, sem áhuga hafa, til að skrá sig í tónlistarnám.
Lesa meira

Skráning í Frístund og Lengda viðveru haustið 2021

Nú er skráning hafin í Frístund fyrir 1.-4. bekk ásamt Lengdri viðveru haustið 2021. Foreldrum/forráðamönnum nemenda í þessum bekkjum hefur verið sendur tölvupóstur gegnum Mentor og lýkur skráningu kl. 13:00 fimmtudaginn 19. ágúst. Allar frekari upplýsingar og leiðbeiningar er að finna í tölvupósti og meðfylgjandi gögnum.
Lesa meira