Fréttir & tilkynningar

Ungmennafélagið Vísir í Ólafsfirði færir Fjallabyggð upplýsingaskilti og áningarstað í Ólafsfirði

Fjölmenni var við formlega athöfn sem haldin var á áningarstaðnum Reka, Ósbrekkukambi í Ólafsfirði í gær fimmtudaginn 3. júní kl. 17:00 þegar Ungmennafélagið Vísir í Ólafsfirði afhenti Fjallabyggð til afnota og umsjónar tvo áningarstaði og upplýsingaskilti. Á skiltunum er að finna upplýsingar um bæjarnöfn, forn býli, gönguleiðir o.fl.
Lesa meira

Vinnuskóli Fjallabyggðar 2021

Opið er fyrir umsóknir ungmenna í Fjallabyggð í Vinnuskólann en hann er hugsaður fyrir ungmenni sem hafa nýlokið 8., 9. eða 10.bekk.
Lesa meira

Sumaropnun Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar

Sumaropnun Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar tekur gildi 7. júní til 31. ágúst 202 Opnunartímar verða sem hér segir:
Lesa meira

HSN í Fjallabyggð biðlar til íbúa að tryggja að símanúmer séu skráð í Heisluveru svo hægt sé að boða í bólusetningu

Vel gengur með bólusetningar gegn Covid 19. Nú er komið að yngri árgöngum og búið að draga út röðun árganga í áframhaldandi bólusetningum. Við viljum biðja ykkur íbúa Fjallabyggðar að vera vakandi yfir þessum boðum og ennfremur að sjá til þess að símanúmerin ykkar séu skráð á ykkar svæði inn á Heilsuvera.is. Ef engin símanúmer eru tengd nafni verður mjög erfitt að boða ykkur.
Lesa meira

Ekkert viðbragðsstig í gildi á Íslandi vegna hættu á gróðureldum

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestri og eystri, hafa ákveðið að aflétta bæði hættu- og óvissustigi vegna hættu á gróðureldum á svæðinu. Nægilega úrkoma hefur fallið sl. daga og hefur sú úrkoma verið nægileg til að aflétta bæði óvissu- og hættustigum. Almannavarnir hvetja þó almenning að fara varlega áfram varlega með opinn eld á gróðursælum stöðum.
Lesa meira