Fréttir & tilkynningar

Vorhátíð Grunnskóla Fjallabyggðar í streymi

Vorhátíð 1.-7. bekkjar var tekin upp í liðinni viku. Nemendur vilja gjarnan bjóða ykkur að horfa á hana á netinu.
Lesa meira

Pistill bæjarstjóra – 26.03 2021

Fyrir ekki mörgum dögum taldi ég, eins og svo margi aðrir, að framundan væru nokkuð hefðbundnir páskar með ferðalögum, fermingum og samverustundum… svo reyndist ekki vera og eru það nokkur vonbrigði. [Meira]
Lesa meira

Félagsstarf aldraðra í Skálarhlíð fellur niður til 15. apríl nk.

Allt félagsstarf eldri borgara í Skálarhlíð fellur niður tímabundið, frá og með deginum í dag, og næstu þrjár vikur eða til 15. apríl vegna hertra sóttvarnarreglna. Starfið verður endurskoðað til samræmis við þær reglur sem taka þá við. Öll önnur þjónusta við íbúa verður óbreytt.
Lesa meira

Breytt áætlun skólarútu til 31. mars

Vegna lokunar grunn- og framhaldsskóla verður áætlun skólarútu með breyttu sniði næstu daga eða til og með 31. mars nk. Áætlun er eftirfarandi: Frá Siglufirði kl: 7:40, 12:40 og 15:50 Frá Ólafsfirði kl. 8:05, 13:15 og 16:15. Grímuskylda er í skólarútunni.
Lesa meira

Aðgangur að afgreiðslu bæjarskrifstofu Fjallabyggðar takmörkuð

Aðgangur að afgreiðslu bæjarskrifstofu Fjallabyggðar takmörkuð fyrir utanaðkomandi vegna fjöldatakmarkana nema brýna nauðsyn beri til en öll starfsemi er óskert.
Lesa meira

Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar lokar frá og með 25. mars í 3 vikur

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis, að herða sóttvarnaráðstafanir vegna Covid 19 faraldursins og taka þær gildi á miðnætti í dag 24. mars Íþróttamannvirki sveitarfélagsins, íþróttahús og sundlaugar, munu því loka frá og með 25. mars og varir lokunin á meðan á samkomubanni stendur eða í þrjár vikur eða til 15. apríl nk.
Lesa meira

Heitavatnsrof í Ólafsfirði

Vegna bilunar í dreifikerfi í hluta Ólafsfjarðar þurfti að loka fyrir heitt vatn NÚ ÞEGAR þriðjudaginn 23. mars 2021 og verður á meðan á viðgerð stendur yfir. Á heimasíðu Norðurorku www.no.is má sjá góð ráð við hitaveiturofi.
Lesa meira

Styrkir til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka

Samkvæmt reglum um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka er bæjarstjórn Fjallabyggðar heimilt að veita styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteignum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar,- íþrótta,- æskulýðs- og tómstundastarfsemi og mannúðarstörf sbr. heimild í 2.mgr. 5.gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Auglýst er eftir styrkumsóknum að hausti ár hvert og er styrkjum úthlutað í upphafi næst komandi árs.
Lesa meira

Leysingar; Alþýðuhúsinu á Siglufirði frestað til Hvítasunnu

Metnaðarfull dagskrá verður í Alþýðuhúsinu á Siglufirði um páskana en þar mun Gjörningahátíðin Leysingar standa yfir frá 2. - 4. apríl. Markmið með listahátíðinni er að miðla menningu og listum til nærsamfélagsins um leið og gestum er boðið að njóta.
Lesa meira

Útnefning Bæjarlistamanns Fjallabyggðar og afhending styrkja til menningarmála 2021

Í gær, fimmtudaginn 18. mars var Jón Þorsteinsson söngvari og söngkennari útnefndur bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2021. Er það í 12 sinn sem bæjarlistamaður er útnefndur í Fjallabyggð.
Lesa meira