Fréttir & tilkynningar

Útnefning Bæjarlistamanns Fjallabyggðar og afhending menningarstyrkja 2021

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2021, Jón Þorsteinsson, verður útnefndur við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 18. mars nk. í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði og hefst athöfnin kl. 18:00.
Lesa meira

Menningarhelgi í Alþýðuhúsinu á Siglufirði helgina 6. - 7. mars 2021

Helgina 6. - 7. mars næstkomandi verða þrír menningarviðburðir á dagskrá í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Vegna sóttvarna eru gestir beðnir um að skrá sig á tónleikana og sunnudagskaffið í síma 865-5091 til að tryggja sér sæti.
Lesa meira

Sundlaug og líkamsrækt

Ný reglugerð um sóttvarnir sem tók gildi 24. febrúar sl. kveður á um rýmkun á fjöldatakmörkunum á sundstöðum og í tækjasölum líkamsræktarstöðva. Í íþróttamiðstöð Fjallabyggðar hefur þetta þau áhrif að allt að 100 gestir geta verið í sundlaugum í einu, aðeins 7 í heitum pottum og 15 einstaklingar geta verið á sama tíma í líkamsræktarsölum.
Lesa meira

Tilkynning vegna framtalsskila einstaklinga 2021 - In various languages

Framtalsfrestur einstaklinga er 1.-12. mars n.k. og er leitað til ykkar að koma leiðbeiningum um framtalsskil til starfsmanna/félagsmanna ykkar, eftir því sem við á. Sérstaklega mikilvægt að koma þessum upplýsingum til þeirra sem ekki hafa íslensku að móðurmáli.
Lesa meira

Sérstakur íþrótta- og tómstundastyrkur - umsóknarfrestur framlengdur til 15. apríl

Á fundi stýrihóps um þátttöku barna af efnaminni heimilum í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi var ákveðið að framlengja umsóknarfrest um sérstaka íþrótta- og tómstundastyrki til 15. apríl 2021. Information in various language
Lesa meira

Lausar stöður við Leikskóla Fjallabyggðar

Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar við Leikskóla Fjallabyggðar. Um er að ræða ótímabundnar ráðningar í 100% stöður nema um annað sé samið. Stöður leikskólakennara með deildarstjórn Stöður leikskólakennara
Lesa meira

Hunda- og kattahald í Fjallabyggð - Fjarlægið saur eftir hundinn ykkar !

Að gefnu tilefni er hundaeigendum í Fjallabyggð bent á að samkvæmt samþykkt um hundahald ber gæslumanni hunds að hirða upp og fjarlægja saur eftir hundinn og farga honum á tryggan hátt.
Lesa meira

Á döfinni í skipulagsmálum

Í ágúst 2020 samþykkti hafnarstjórn Fjallabyggðarhafna að láta vinna deiliskipulag á hafnarsvæðinu í Ólafsfirði og er vinna við skipulagið nú að hefjast. Nýju deiliskipulagi er ætlað taka mið af núverandi starfsemi hafnarinnar sem og þróunarmöguleikum svæðisins í takt við breytta tíma.
Lesa meira

Vetrarfrí í Skarðsdalnum

Skarðsdalurinn opin í dag frá kl. kl 13-19, veðrið W 2-4m/sek, hiti 3 stig, og léttskýjað, færi er unnið harðfenni. Hólsdalur 2,5 km hringur tilbúinn kl 13:00, veðrið SSW 2-3m/sek, hiti 1 stig og léttskýjað, færið er unnið harðfenni.
Lesa meira

Breyttur opnunartími afgreiðslu bæjarskrifstofu

Frá og með 19. febrúar 2021 breytist opnunartími afgreiðslu bæjarskrifstofu Fjallabyggðar. Mánudaga – fimmtudaga verður afgreiðsla opin frá kl. 9:30 – 15.00 og símsvörun frá kl. 8:00 – 15:00 Á föstudögum verður afgreiðslan opin frá kl. 8:30 – 14:00 og símsvörun frá kl. 8:00 – 14:00
Lesa meira