Fréttir & tilkynningar

Lífshlaupið 2021 hefst 3. febrúar

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlungserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega.
Lesa meira

Opnun skrifstofu Fjallabyggðar

Skrifstofur Fjallabyggðar opna á ný mánudaginn 18. janúar nk. Í gildi verður grímuskylda og tveggja metra regla.
Lesa meira

Ljóðaflóð 2020 - GF á vinningshafa í keppninni

Það er sönn ánægja að tilkynna að Unnsteinn Sturluson nemandi í Grunnskóla Fjallabyggðar var hlutskarpastur á unglingastigi með ljóðið Ljósið mun sýna þér sannleikann. Stórkostlegur árangur hjá Unnsteini. Þetta er annað árið í röð sem Grunnskóli Fjallabyggðar á vinningshafa í keppninni.
Lesa meira

Áfangastaðaáætlun 2021-2023

Áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, sem gildir frá 2021-2023 hefur nú verið gefin út og má sjá hlekk á hana hér neðst. Áætluninni er ætlað að gefa skýra mynd af ferðaþjónustunni, markmiðum hennar og uppbyggingarþörf ásamt því að leggja áherslu á þarfir og væntingar ferðamanna í öllum verkefnum.
Lesa meira

196. fund bæjarstjórnar Fjallabyggðar

196. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði, 15. janúar 2021 kl. 17.00
Lesa meira

Klippikort á gámasvæðum Fjallabyggðar 2021

Frá 1. janúar 2020 hafa íbúar og rekstraraðilar í Fjallabyggð þurft klippikort til að komast inn á gámasvæði sveitarfélagsins. Klippikortin fyrir árið 2021 eru því miður ekki tilbúin til afhendingar en reiknað er með að þau verði tilbúin strax í vikulok. Þangað til er heimilt að nota klippikort ársins 2020.
Lesa meira

Tilkynning til félagsmanna í Einingu-Iðju

Félagsmenn Einingar-Iðju sem starfa hjá eða hættu störfum hjá sveitarfélöginu á síðasta ári, ATHUGIÐ!
Lesa meira

Gagnatorg á heimasíðu Byggðastofnunar

Gagnatorg hefur verið opnað á vef Byggðastofnunar. Á Gagnatorginu eru lýðfræðilegar upplýsingar um íbúaþróun fyrir allt landið, eftir landshlutum, sveitarfélögum, kyni, aldri, ríkisfangi og fjölskyldugerð. Auk þess eru upplýsingar um íbúaveltu, framfærsluhlutfall og lýðfræðilega veikleika.
Lesa meira

SSNE auglýsir. Hæfnihringir - stuðningur fyrir konur í fyrirtækjarekstri á landsbyggðinni

SSNE auglýsir að Hæfnihringir - stuðningur fyrir konur í fyrirtækjarekstri á landsbyggðinni hefjist á ný. Sjá nánar á heimasíðu SSNE.IS
Lesa meira

Bæjarstjórnarfundi frestað til föstudagsins 15. janúar kl. 17:00

Vakin er athygli á því að næsti bæjarstjórnarfundur verður föstudaginn 15. janúar kl. 17:00. Fundurinn verður í Ráðhúsi Fjallabyggðar.
Lesa meira