Fréttir & tilkynningar

Nýtt skólaár hafið – metskráning í Frístund

Nýhafið er skólaárið 2020-2021 í Grunnskóla Fjallabyggðar. Áfram verður nemendum í 1.-4. bekk gefinn kostur á frístundastarfi strax að loknum skólatíma kl. 13.35 - 14.35. Starfið er fjölbreytt og í samstarfi við íþróttafélög, danskennara og tónlistarskólann. Nemendur eru skráðir í frístundastarfið hálfan vetur í einu. Í undanteknum tilvikum, ef gild ástæða er til, er hægt að endurskoða skráningu 25.-27. hvers mánaðar og tæki breytingin þá gildi um næstu mánaðamót á eftir.
Lesa meira

Kaldavatnslaust í norðurhluta Hlíðarvegar í Ólafsfirði frá 8-12 þriðjudaginn 25. ágúst

Lokað verður fyrir kaldavatnið í norðurhluta Hlíðarvegar í Ólafsfirði frá kl. 8:00-12.00 á morgun, þriðjudaginn 25. ágúst.
Lesa meira

Tjaldsvæðunum á Stóra Bola og á Rammatúninu lokað frá og með mánudeginum 24. ágúst nk.

Ákveðið hefur verið að loka tjaldsvæðunum á Stóra Bola og á Rammatúninu frá og með mánudeginum 24. ágúst nk. Áfram verður opið á tjaldsvæðinu í Ólafsfirði og tjaldsvæðinu í miðbæ Siglufjarðar og þar er full þjónusta. Nægt pláss er á þessum tveimur tjaldsvæðum til að anna eftirspurn fram að auglýstri lokun 15. október nk.
Lesa meira

Fjallabyggð útvegar nemendum ritföng

Grunnskóli Fjallabyggðar afhendir nemendum ritfangapakka að gjöf frá sveitarfélaginu við skólabyrjun haustið 2020. Ætlast er til þess að nemendur í 1.-5.bekk geymi og noti ritföngin í skólanum og fá þau körfu undir þau.
Lesa meira

Skólasetning Grunnskóla Fjallabyggðar föstudaginn 21. ágúst

Skólasetning Grunnskóla Fjallabyggðar verður föstudaginn 21. ágúst nk. Nú er nýtt skólaár að hefjast og enn erum við í sömu stöðu og við vorum í vor, Covid ástandi. Þessi tími setur okkur skorður sem gerir það að verkum að við bjóðum ekki foreldra/forráðmenn með nemendum á skólasetningu. Við viljum reyna að takmarka umgengni í skólahúsunum að mestu við starfsmenn og nemendur og biðjum aðra um að reka erindi sín símleiðis eða rafrænt ef hægt er.
Lesa meira

Vildarvinir Siglufjarðar og Siglfirðingafélagið afhenda Fjallabyggð veglega gjöf

Siglfirðingafélagið og Vildarvinir Siglufjarðar færðu Fjallabyggð gjöf í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar þann 20. maí 2018.
Lesa meira

Pistill bæjarstjóra – 14. ágúst 2020

Nú þegar sumri er tekið að halla og sumarfríum er að ljúka er tilhlýðilegt að setja saman pistil og fara örlítið yfir stöðu dagsins.
Lesa meira

Tilkynning vegna opnunartíma Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar

Opnunartími Íþróttamiðstöðva er áfram eins og auglýst hefur verið frá kl. 06:30 – 12:30 og 14:00 – 19:00 alla virka daga og um helgar frá kl. 10:00 – 12:30 og 14:00 – 18:00. Aldrei er fleiri en 20 einstaklingum 16 ára og eldri heimilt að vera í klefum á sama tíma. Fjöldatakmarkanir gilda ekki um börn yngri en 16 ára. Sundlaugargestir skulu virða 2 metra fjarlægðarreglu í laug og heitum pottum.
Lesa meira

Ný aksturstafla skólarútu tekur gildi 17. ágúst nk.

Nýtt skólaár er að hefjast og tekur ný aksturstafla skólarútu gildi mánudaginn 17. ágúst nk.
Lesa meira

Gangbrautir málaðar í regnbogalitum

Það er aldrei of seint að fagna fjölbreytileikanum. Því miður náðist ekki að mála gangbrautir í byggðarkjörnunum fyrir síðustu helgi í regnbogalitum vegna bleytu en ákveðið var að mála engu að síður þó Hinsegin dagar hafi verið í síðustu viku.
Lesa meira