Fréttir & tilkynningar

Vinnuskóli Fjallabyggðar hefst 8. júní

Vinnuskólinn hefst mánudaginn 8. júní kl. 8:30 Þeir nemendur sem hafa skráð sig í vinnuskólann, búsettir á Siglufirði mæta í Áhaldahús Fjallabyggðar. Nemendur búsettir á Ólafsfirði mæta í aðstöðu Áhaldahúss (norðan við Skiltagerð). Ef einhverjir eiga eftir að skrá sig eru þeir beðnir um að gera það sem fyrst. Hægt er að skrá sig inn á Rafræn Fjallabyggð (rafræn skilríki foreldris) eða með því að senda póst á haukur@fjallabyggd.is
Lesa meira

Sumarnámskeið barna í Fjallabyggð 2020

Skemmtileg, glæsileg og fjölbreytt sumardagskrá verður í boði fyrir börn á öllum aldri í sumar hér í Fjallabyggð.
Lesa meira

Frístundaakstur sumarið 2020

Frá og með 4. júní tekur við frístundaakstur milli byggðarkjarnanna. Rútan fer frá skólahúsinu við Norðurgötu Siglufirði og Vallarhúsinu Ólafsfirði.
Lesa meira

Íbúakjarninn Lindargötu Siglufirði - sumarafleysingar

Hefur þú áhuga á að vinna á litlum vinnustað, fjölbreytta, spennandi og krefjandi vinnu? Starfsmann vantar í sumarafleysingar við íbúakjarnann Lindargötu 2, Siglufirði.
Lesa meira

Pálshús Ólafsfirði - Árni Rúnar Sverrisson myndlistasýningin "Ferðasaga"

Laugardaginn 30. maí sl. opnaði í Pálshúsi Ólafsfirði sýning Árna Rúnars Sverrissonar “ Ferðasaga”. Sýningin verður opin á opnunartíma Pálshúss til 26. júlí. Árni Rúnar Sverrisson (f. 1957) lærði myndlist í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Mynlistarskóla Reykjavíkur og hefur sýnt mikið frá því hann hélt sína fyrstu einkasýningu á Mokka 1989. Árið 1999 dvaldi hann á Sikiley þar sem hann starfaði að list sinni en hefur fyrst og fremst unnið og sýnt á Íslandi þar sem hann á að baki á þriðja tug einkasýninga auk þess sem hann hefur tekið þátt í samsýningum og samkeppnu
Lesa meira

Kompan - Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir, sýningaropnun 7. júní kl. 13:00

Sunnudaginn 7. júní kl. 13:00 opnar sýning Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur Mynd eftirmynd í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sýningin stendur til 21. júní og er opin daglega frá l. 14:00-17:00
Lesa meira

Sumaropnun Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar 2. júní

Sumaropnun Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar tekur gildi 2. júní nk. og til 31. ágúst 2020. Opnunartímar verða sem hér segir:
Lesa meira

Fréttatilkynning vegna ársreiknings Fjallabyggðar 2019

Þann 27. maí sl., var ársreikningur Fjallabyggðar borinn upp og samþykktur á 186. fundi bæjarstjórnar. Rekstur bæjarsjóðs gekk vel og var betri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.
Lesa meira

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka auglýsir eftir starfsmanni í afleysingar í aðhlynningu

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka auglýsir eftir starfsmanni í afleysingar í aðhlynningu frá og með 1. júlí og fram á haustið. Möguleiki er á að fá vaktir áfram. Starfið er vaktavinna og mikilvægt að viðkomandi geti unnið allar vaktir.
Lesa meira

Pálshús opnar á ný eftir vetrarfrí

Þann 30. maí nk. opnar Pálshús neðri hæðina eftir vetrardvala. Á neðri hæð hússins er m.a. Fuglasýningin “Flugþrá” og sýningin “Ólafsfjarðarvatn”. Þá opnar Árni Rúnar Sverrisson myndlistasýninguna "Ferðasaga" í sýningarsalnum laugardaginn 30. maí kl. 14:00. Sýningin stendur til 26. júlí nk. Pálshús verður opið alla daga í sumar frá kl. 13.00-17:00
Lesa meira