Fréttir & tilkynningar

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir 50% stöðu kennara í heimilisfræðikennslu við starfsstöðina í Ólafsfirði, tímabundið næsta skólaár. Möguleiki er á frekari kennslu í verkgreinum/textílkennslu á sömu starfsstöð.
Lesa meira

Sturlungaöld í Siglufjarðarkirkju

Laugardaginn 18. júlí kl. 17.00 munu tveir söng- og hljóðfærahópar leiða saman hesta sína í Siglufjarðarkirkju: Voces Thules og Gadus Morhua. Eyjólfur Eyjólfsson leikur og syngur í báðum hópum, en hann starfaði um tíma í Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar.
Lesa meira

Hundahald í Fjallabyggð

Að gefnu tilefni eru bæði íbúar og gestir Fjallabyggðar minntir á þær reglur sem gilda um hundahald í sveitarfélaginu. Í samþykkt um hundahald í Fjallabyggð segir að hundar skuli aldrei ganga lausir á almannafæri heldur vera í ól og í fylgd með manni.
Lesa meira

Vætusamir dagar framundan

Spáð er mikilli úrkomu næstu daga og eru íbúar Fjallabyggðar hvattir til að hreinsa frá niðurföllum og athuga með dælur í kjöllurum þar sem þær eru.
Lesa meira

Helgin í Fjallabyggð 17. - 19. júlí

Hér er að finna úrval viðburða helgarinnar. Fjölbreytt dagskrá þar sem hver og einn ætti að geta fundið eitthvað sér við hæfi.
Lesa meira

Gangamót Greifans, 23. júlí

Lagt fram erindi Hjólreiðafélags Akureyrar (HFA) dags. 09.07.2020 þar sem fram kemur að Gangamót Greifans og Hjólreiðafélags Akureyrar, verður haldið fimmtudaginn 23. júlí nk., mótið er hluti af Hjólreiðahátíð Greifans, eins og verið hefur síðustu ár.
Lesa meira

Síldarminjasafnið - Ritsmiðja fyrir börn og unglinga

Dagana 28. - 31. júlí verður boðið upp á ókeypis ritsmiðju fyrir börn á Síldarminjasafninu. Ritsmiðjan hefst á þriðjudegi og stendur fram á föstudag. Kennsla fer fram í Bátahúsinu frá kl. 13:00 - 16:00 og er opin börnum á grunnskólaaldri. Hámarksfjöldi nemenda er tíu svo mikilvægt er að skrá þátttakendur til leiks með því að senda póst á safn@sild.is.
Lesa meira

Molta er í boði fyrir íbúa Fjallabyggðar

Molta er aðgengileg fyrir íbúa Fjallabyggðar í báðum byggðakjörnum. Vestan óss, við gamla flugskýlið í Ólafsfirði og við Öldubrjót á Siglufirði.
Lesa meira

Frá bæjarstjóra – Breyttar reglur um birtingu gagna

Þann 11. júní sl. samþykkti bæjarstjórn breyttar reglur um birtingu gagna með fundargerðum, tel ég rétt að fara aðeins yfir það í hverju umræddar breytingar felast. Í grunnin eru reglurnar birtingarmynd þeirrar stefnu Fjallabyggðar að stjórnsýsla bæjarins sé opin og að bæjarbúar geti með einföldum hætti fylgst með störfum bæjarstjórnar og nefnda. Reglunum er ætlað að auka aðgengi íbúa að gögnum sem að baki ákvörðunum liggja eftir því sem lög og reglugerðir heimila.
Lesa meira

Aukin hreyfing eldri borgara í Fjallabyggð í sumar

Fjallabyggð auglýsir viðbótartíma fyrir eldri borgara í líkamsræktarsal, sundleikfimi, jóga og dansi. Eldri borgara eru hvattir til að taka þátt og skrá sig hjá viðkomandi leiðbeinanda.
Lesa meira