Fréttir & tilkynningar

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði

Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2021.
Lesa meira

Drög að aðalskipulagi Fjallabyggðar 2020-2032

Nú er unnið að endurskoðun á aðalskipulagi Fjallabyggðar. Bæjarstjórn hvetur alla íbúa og aðra hagsmunaaðila til að kynna sér þau skipulagsdrög sem nú eru lögð fram.
Lesa meira

Mennta- og menningarmálaráðuneytið - starf án staðsetningar

Rétt er að benda íbúum Fjallabyggðar sem og öðrum á auglýsingu Mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna starfs án staðsetningar. Klárt tækifæri fyrir alla þá sem vilja starfa hjá ráðuneyti í Reykjavík en búa í Fjallabyggð - staðnum þar sem vel er tekið á móti þér og þínum.
Lesa meira

192. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

192. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði 15. október 2020 kl. 17.00
Lesa meira

KEA auglýsir eftir umsóknum í Menningar- og viðurkenningarsjóð

KEA auglýsir eftir umsóknum í Menningar- og viðurkenningarsjóð
Lesa meira

Tilkynning til íbúa Fjallabyggðar

Að gefnu tilefni er íbúum Fjallabyggðar bent á að losunarstaðir við Selgil á Siglufirði og fyrir ofan Hlíðarveg í Ólafsfirði eru eingöngu fyrir garðaúrgang og óvirkan úrgang EKKI lífrænan úrgang.
Lesa meira

*** Breytingar á viðverutíma SSNE vegna styrkumsókna í Uppbyggingasjóð ***

Þar sem almannvarnir hafa lýst yfir neyðarstigi vegna Covid-19 verður SSNE að laga áður auglýstan viðverutíma vegna styrkumsókna í Uppbyggingarsjóð að nýjum aðstæðum. Við verðum öll að gæta ítrustu varkárni og leggja okkar lóð á vogarskálarnar í baráttunni við veiruna. Þar er ein af megináherslunum að lágmarka samgang fólks á milli.
Lesa meira

Orðsending til íbúa Fjallabyggðar sem notfæra sér ferðir skólarútu

Fjallabyggð vill koma því á framfæri að tímabundið, á meðan Covid-19 ástand varir, er almenningi ekki heimilt að notfæra sér ferðir skólarútu. Þegar opnað verður fyrir almenna farþega að nýju verður það tilkynnt.
Lesa meira

Takmörkun á aðgengi að skrifstofu Fjallabyggðar

Breytingar á starfsemi og aðgengi að Ráðhúsinu á Siglufirði frá og með miðvikudeginum 7. október 2020. Afgreiðsla Ráðhússins verður áfram opin á hefðbundnum tíma alla virka daga frá kl. 09:30-15:00. Þangað er hægt að hringja á opnunartíma í síma 464 9100 til að fá samband við starfsmenn Ráðhússins. Einnig er hægt að senda tölvupóst á fjallabyggd@fjallabyggd.is. Starfsfólk í afgreiðslu mun leiðbeina og leitast við að leysa úr þeim málum sem um er að ræða í hverju tilviki.
Lesa meira

Menntaskólinn á Tröllaskaga tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna í flokki framúrskarandi skólastarfs eða menntaumbóta

Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur verið tilnefndur til íslensku menntaverðlaunanna 2002 fyrir nýjar leiðir í skipulagi náms og kennslu með áherslu á valdeflingu nemenda, frumvæði, sköpun og áræði.
Lesa meira