Fréttir & tilkynningar

Berjadagar tónlistarhátíð í Ólafsfirði um Verslunarmannahelgi - hefst 30. júlí kl. 20:00

Berjadagar tónlistarhátíð um Verslunarmannahelgi hefst 30. júlí kl. 20:00 og stendur til sunnudagskvölds 2. ágúst. Nokkrir af fremstu tónlistarmönnum landsins koma fram í Ólafsfjarðarkirkju og Menningarhúsinu Tjarnarborg. Hátíðin endurspeglar "náttúru og listsköpun" í fjóra daga með tónleikum, myndlistarsýningum, náttúruskoðun, heimspekikvöldi og grilli fyrir bæjarbúa úti undir berum himni! Hæst ber að nefna að Elja kammersveit og Hundur í óskilum eru með tónleika á hátíðinni. Í tilefni af 250 ára ártíð L.v.Beethoven verður upphafskvöld óhefðbundið að þessu sinni og er tileinkað ,heimspeki´ í Skíðaskálanum með Jóni Thoroddsen. Eftir það fer boltinn að rúlla með glæsilegum tónleikum föstudag kl. 20, Kammersveitin Elja undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar, Óperutónleikum við tjörnina laugardaginn 1. ágúst kl. 20, hádegiskonsert og síðar Hátíðarkvöldi í Ólafsfjarðarkirkju sunnudaginn 2. ágúst.
Lesa meira

Alþýðuhúsið á Siglufirði - Listasmiðja fyrir börn og aðstandendur

Árleg listasmiðja barna og aðstandenda þeirra við Alþýðuhúsið á Siglufirði fer fram fimmtudaginn 30. júlí nk. frá kl. 13:00-15:00. Smiðjan verður við Alþýðuhúsið á Siglufirði ef VEÐUR LEYFIR. Leiðbeinandi er Aðalheiður S. Eysteinsdóttir. Vinsamlegast athugið að senda ekki börnin án umsjónar og komið með hamra ef möguleiki er.
Lesa meira

Snertur af náttúrunni - Sýningaropnun í Segli67 föstudaginn 31. júlí kl. 17:00-20:00

Sýningin Snertur af náttúrunni verður opnuð í Segli 67 á Siglufirði, föstudaginn 31. júlí nk. 17:00-20:00 Þrír myndlistarmenn, Aðalsteinn Þórsson, Joris Rademaker og Þóra Sólveig Bergvinsdóttir, eru öll búsett í Eyjafirði. Þau mætast í Segull 69, tómu verksmiðjurými á Siglufirði. Þau hafa öll verið starfandi myndlistarmenn í lengri tíma og haldið margar einka- og samsýningar víða. Það sem tengir þau saman er áhugi þeirra á náttúrunni, endurvinnslu, náttúruvernd og sjálfbærni. Náttúran er efniviður þeirra í mismunandi listformum s.s. gjörningum, skúlptúrum, innsetningum, videóum og málverkum. Opnun föstudagskvöld 31. júlí kl. 17.00-20.00 Í Segull 67, Vetrarbraut 8-10, Siglufirði Opnunartími: Laugardaga 01.08, 08.08 og 15.08 Sunnudaga 02.08, 09.08 og 16.08 Styrktaraðilar eru: Segull 67 Alþýðuhúsið á Siglufirði Uppbyggingarsjóður Eyþings
Lesa meira

Kompan, Alþýðuhúsið á Siglufirði - Sýningaropnun helgina 31. júlí kl. 14:00 - 17:00

Föstudaginn 31. júlí kl. 14.00 - 17.00 opnar Sigtryggur Bjarni Baldvinsson sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem ber yfirskriftina “Eftir regnið – 14. ágúst 2019”. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00 - 17.00 þegar skilti er úti og stendur til 16. ágúst.
Lesa meira

Opnunartími Íþróttamiðstöðva um verslunarmannahelgi

Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar auglýsa opnun um Verslunarmannahelgi 1. - 3. ágúst 2020.
Lesa meira

Lokadagur á smíðavöllum

Síðasti dagur smíðavalla Fjallabyggðar var í dag. Börnin mættu og nutu veitinga þrátt fyrir rigningarsudda og drógu foreldra eða ömmur og afa með sér. Sumir kofaeigendur buðu gestum upp á smákökur og annað góðgæti.
Lesa meira

Auglýsing um netaveiði við Ólafsfjarðarvatn

Samkvæmt samþykkt 180. fundar bæjarstjórnar Fjallabyggðar þann 22. janúar 2020 skal auglýst að öll netaveiði er bönnuð í landi Fjallabyggðar við Ólafsfjarðarvatn.
Lesa meira

Helgin í Fjallabyggð 24. - 26. júlí

Úrval viðburða helgarinnar. Fjölbreytt dagskrá þar sem hver og einn ætti að geta fundið eitthvað sér við hæfi.
Lesa meira

Lokadagur smíðavalla á morgun fimmtudag 23. júlí

Fyrir mistök var áður auglýst að lokadagur smíðavalla væri föstudaginn 24. júlí en hið rétta er að lokadagurinn er á morgun fimmtudaginn 23. júlí kl. 10-12.
Lesa meira

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir

Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir 50% stöðu kennara í heimilisfræðikennslu við starfsstöðina í Ólafsfirði, tímabundið næsta skólaár. Möguleiki er á frekari kennslu í verkgreinum/textílkennslu á sömu starfsstöð.
Lesa meira