Fréttir & tilkynningar

Vildarvinir Siglufjarðar og Siglfirðingafélagið afhenda Fjallabyggð veglega gjöf

Siglfirðingafélagið og Vildarvinir Siglufjarðar færðu Fjallabyggð gjöf í tilefni af 100 ára kaupstaðarafmæli Siglufjarðar þann 20. maí 2018.
Lesa meira

Pistill bæjarstjóra – 14. ágúst 2020

Nú þegar sumri er tekið að halla og sumarfríum er að ljúka er tilhlýðilegt að setja saman pistil og fara örlítið yfir stöðu dagsins.
Lesa meira

Tilkynning vegna opnunartíma Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar

Opnunartími Íþróttamiðstöðva er áfram eins og auglýst hefur verið frá kl. 06:30 – 12:30 og 14:00 – 19:00 alla virka daga og um helgar frá kl. 10:00 – 12:30 og 14:00 – 18:00. Aldrei er fleiri en 20 einstaklingum 16 ára og eldri heimilt að vera í klefum á sama tíma. Fjöldatakmarkanir gilda ekki um börn yngri en 16 ára. Sundlaugargestir skulu virða 2 metra fjarlægðarreglu í laug og heitum pottum.
Lesa meira

Ný aksturstafla skólarútu tekur gildi 17. ágúst nk.

Nýtt skólaár er að hefjast og tekur ný aksturstafla skólarútu gildi mánudaginn 17. ágúst nk.
Lesa meira

Gangbrautir málaðar í regnbogalitum

Það er aldrei of seint að fagna fjölbreytileikanum. Því miður náðist ekki að mála gangbrautir í byggðarkjörnunum fyrir síðustu helgi í regnbogalitum vegna bleytu en ákveðið var að mála engu að síður þó Hinsegin dagar hafi verið í síðustu viku.
Lesa meira

Stefnt að opnun líkamsrækta á mánudag ef ekki kemur til hertra sóttvarnarráðstafana.

Ákveðið hefur verið að opna líkamsræktir Fjallabyggðar, með takmörkunum, mánudaginn 10. ágúst ef ekki kemur til hertra sóttvarnaraðgerða. Opið verður frá kl. 06:30 – 10:00 og 16:00 – 19:00 alla virka daga. Um helgar verður opið frá 10:00 – 12:30 og 14:00 – 18:00.
Lesa meira

Við erum öll almannavarnir!

Á hádegi í dag þann 31. júlí taka gildi hertar aðgerðir innanlands og á landamærum vegna COVID-19 sem standa í tvær vikur, út 13. ágúst nk. Ákvörðunin er í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis sem heilbrigðisráðherra hefur samþykkt. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis, sem og Fjallabyggð, brýna fyrir fólki að halda áfram uppteknum hætti um einstaklingsbundnar smitvarnir í ljósi þeirra smita sem eru í samfélaginu. Við erum öll almannavarnir!
Lesa meira

Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar – Líkamsræktum lokað – fjöldatakmarkanir í sundlaugum

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða yfirvalda verða fjöldatakmarkanir í sundlaugar Fjallabyggðar settar á sem miða að því að gera gestum kleift að virða 2 metra fjarlægð í búnings- og sturtuklefum. Líkamsræktum, íþróttasölum, köldum körum og gufuböðum verður lokað tímabundið.
Lesa meira

Formlegri opnun á sýningu á efri hæð Pálshúss, Ólafsfjarðarstofu, í Ólafsfirði FRESTAÐ

Áður auglýstri formlegri opnun á sýningu á efri hæð Pálshúss, Ólafsfjarðarstofu, í Ólafsfirði sem fram átti að fara laugardaginn 1. ágúst er frestað vegna Covid-19 takmarkana.
Lesa meira

Tilkynning frá Veitustofnun Fjallabyggðar

Af óviðráðanlegum orsökum verða truflanir á vatnsþrýstingi á Hólavegi Siglufirði frá og með deginum í dag til fimmtudagsins 6. ágúst 2020.
Lesa meira