11.09.2020
Vetraropnun Íþróttamiðstöðva Fjallabyggðar gildir frá 1. september 2020 - 31. maí 2021
Lesa meira
08.09.2020
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur auglýst eftir umsóknum um styrki fyrir árið 2021. Opnað verður fyrir umsóknir 8. september og er umsóknarfrestur til kl. 12 á hádegi 6. október. Framkvæmdasjóðurinn fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
Lesa meira
08.09.2020
Vegna malbikunar Hvanneyrarbrautar utan Túngötu á Siglufirði á morgun miðvikudag kl. 9:00 – 22:00 verða götur lokaðar fyrir umferð sem hér segir:
• Hvanneyrarbraut verður lokuð frá Þormóðsgötu að Fossvegi en íbúar við Hvanneyrarbraut 22-36 geta keyrt að húsi sínu.
• Túngata verður lokuð frá Þormóðsgötu en íbúar við Túngötu 25- 43 geta keyrt að húsi sínu
• Hlíðarvegur verður lokaður við Hvanneyrarbraut.
Íbúar við Hvanneyrarbraut þar sem malbikun fer fram eru beðnir um að færa bíla sína. Hjáleiðir verða merktar.
Lesa meira
07.09.2020
Vakin er athygli á því að útivistartími barna og unglinga tók breytingum 1. september.
Lesa meira
07.09.2020
191. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði 9. september 2020 kl. 17:00
Lesa meira
07.09.2020
Sunnudaginn 13. september kl. 14.30 - 15.30 verða Tinna Gunnarsdóttir og Silvía Sif Ólafsdóttir með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Kaffiveitingar í boði og eru allir velkomnir. Við pössum upp á fjarlægðarmörkin og sóttvarnir.
Lesa meira
01.09.2020
Í síðustu viku var undirritaður samningur milli Fjallabyggðar, Skógræktarfélags Ólafsfjarðar og Skógræktarfélags Íslands um ræktun Landgræðsluskógs í Ólafsfirði. Svæðið sem ætlað er undir ræktun Landgræðsluskógarins er í hlíðinni fyrir ofan byggð í Ólafsfirði og er 62,8 hektarar að stærð og nær frá Brimnesá í norðri að Hlíð í suðri.
Lesa meira
01.09.2020
Markaðsátakið "Fjallabyggð fagnar þér" heldur áfram.
Fjallabyggð blés til átaks í markaðsmálum í upphafi sumars í samstarfi við Auglýsingastofuna PiparTBWA með áherslu á innlenda ferðamenn.
Herferðinni verður haldið áfram og á næstu dögum hefst undirbúningur að herferð í íbúa- og atvinnuþróunarmálum með það að markmiði að fjölga íbúum og fyrirtækjum í bæjarfélaginu.
Lesa meira
01.09.2020
Fyrsti viðtalstími bæjarfulltrúa verður mánudaginn 28. september nk. á Siglufirði frá kl. 16:30-17:30. Að þessu sinni taka þau Ingibjörg G. Jónsdóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Særún Hlín Laufeyjardóttir á móti íbúum.
Lesa meira