Fréttir & tilkynningar

Alþýðuhúsið á Siglufirði - Listasmiðja fyrir börn og aðstandendur

Árleg listasmiðja barna og aðstandenda þeirra við Alþýðuhúsið á Siglufirði fer fram fimmtudaginn 30. júlí nk. frá kl. 13:00-15:00. Smiðjan verður við Alþýðuhúsið á Siglufirði ef VEÐUR LEYFIR. Leiðbeinandi er Aðalheiður S. Eysteinsdóttir. Vinsamlegast athugið að senda ekki börnin án umsjónar og komið með hamra ef möguleiki er.
Lesa meira

Snertur af náttúrunni - Sýningaropnun í Segli67 föstudaginn 31. júlí kl. 17:00-20:00

Sýningin Snertur af náttúrunni verður opnuð í Segli 67 á Siglufirði, föstudaginn 31. júlí nk. 17:00-20:00 Þrír myndlistarmenn, Aðalsteinn Þórsson, Joris Rademaker og Þóra Sólveig Bergvinsdóttir, eru öll búsett í Eyjafirði. Þau mætast í Segull 69, tómu verksmiðjurými á Siglufirði. Þau hafa öll verið starfandi myndlistarmenn í lengri tíma og haldið margar einka- og samsýningar víða. Það sem tengir þau saman er áhugi þeirra á náttúrunni, endurvinnslu, náttúruvernd og sjálfbærni. Náttúran er efniviður þeirra í mismunandi listformum s.s. gjörningum, skúlptúrum, innsetningum, videóum og málverkum. Opnun föstudagskvöld 31. júlí kl. 17.00-20.00 Í Segull 67, Vetrarbraut 8-10, Siglufirði Opnunartími: Laugardaga 01.08, 08.08 og 15.08 Sunnudaga 02.08, 09.08 og 16.08 Styrktaraðilar eru: Segull 67 Alþýðuhúsið á Siglufirði Uppbyggingarsjóður Eyþings
Lesa meira

Kompan, Alþýðuhúsið á Siglufirði - Sýningaropnun helgina 31. júlí kl. 14:00 - 17:00

Föstudaginn 31. júlí kl. 14.00 - 17.00 opnar Sigtryggur Bjarni Baldvinsson sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem ber yfirskriftina “Eftir regnið – 14. ágúst 2019”. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00 - 17.00 þegar skilti er úti og stendur til 16. ágúst.
Lesa meira

Opnunartími Íþróttamiðstöðva um verslunarmannahelgi

Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar auglýsa opnun um Verslunarmannahelgi 1. - 3. ágúst 2020.
Lesa meira

Lokadagur á smíðavöllum

Síðasti dagur smíðavalla Fjallabyggðar var í dag. Börnin mættu og nutu veitinga þrátt fyrir rigningarsudda og drógu foreldra eða ömmur og afa með sér. Sumir kofaeigendur buðu gestum upp á smákökur og annað góðgæti.
Lesa meira

Auglýsing um netaveiði við Ólafsfjarðarvatn

Samkvæmt samþykkt 180. fundar bæjarstjórnar Fjallabyggðar þann 22. janúar 2020 skal auglýst að öll netaveiði er bönnuð í landi Fjallabyggðar við Ólafsfjarðarvatn.
Lesa meira

Helgin í Fjallabyggð 24. - 26. júlí

Úrval viðburða helgarinnar. Fjölbreytt dagskrá þar sem hver og einn ætti að geta fundið eitthvað sér við hæfi.
Lesa meira

Lokadagur smíðavalla á morgun fimmtudag 23. júlí

Fyrir mistök var áður auglýst að lokadagur smíðavalla væri föstudaginn 24. júlí en hið rétta er að lokadagurinn er á morgun fimmtudaginn 23. júlí kl. 10-12.
Lesa meira

Sturlungaöld í Siglufjarðarkirkju

Laugardaginn 18. júlí kl. 17.00 munu tveir söng- og hljóðfærahópar leiða saman hesta sína í Siglufjarðarkirkju: Voces Thules og Gadus Morhua. Eyjólfur Eyjólfsson leikur og syngur í báðum hópum, en hann starfaði um tíma í Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar.
Lesa meira

Hundahald í Fjallabyggð

Að gefnu tilefni eru bæði íbúar og gestir Fjallabyggðar minntir á þær reglur sem gilda um hundahald í sveitarfélaginu. Í samþykkt um hundahald í Fjallabyggð segir að hundar skuli aldrei ganga lausir á almannafæri heldur vera í ól og í fylgd með manni.
Lesa meira