Fréttir & tilkynningar

Menningardagar fram undan í Fjallabyggð 30. júní – 5. júlí

Menningin verður svo sannarlega allsráðandi næstu daga og komandi helgi í Fjallabyggð. Hér ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Lesa meira

Smíðavellir fyrir börn fædd 2007-2013

Fjallabyggð verður með smíðavelli fyrir börn fædd 2007-2013 á tímabilinu 15. júlí – 1. ágúst á Siglufirði og í Ólafsfirði.
Lesa meira

Færeyski kútterinn Westward Ho siglir til hafnar um hádegisbil í dag

Í dag mánudaginn 29. júní siglir Færeyski kútterinn Westward Ho til hafnar á Siglufirði. Áætlað er að Westward Ho sigli til hafnar og leggi að bryggju við Róaldsbrakkann um hádegisbil í dag og hvetja starfsmenn Síldarminjasafnsins bæjarbúa og aðra gestkomandi til að taka vel á móti skipinu og þiggja heimboð Færeyinga.
Lesa meira

Áhrif jarðskjálfta á vátryggð verðmæti

Fréttatilkynning frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ). Á síðustu dögum hafa orðið um 1600 jarðskjálftar út af Norðurlandi, þar af þrír skjálftar stærri en fimm. Fyrst varð skjálfti af stærðinni 5,4 kl. 15:05 þann 20. júní. Mesta yfirborðshröðun skjálftans mældist á Siglufirði, rúmlega 5% af g (% af g, m.ö.o. hlutfall af þyngdarhröðun jarðar) í um 22 km fjarlægð frá upptökum. Sama dag, kl. 19:26 var skjálfti af stærðinni M5,6. Mesta mælda yfirborðshröðun var einnig á Siglufirði, rúmlega 7% af g og voru upptök hans í 19 km fjarlægð frá mælinum.
Lesa meira

Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar verða lokaðar 24. júní frá kl.12:00 – 19:00

Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar verða lokaðar 24. júní frá kl.12:00 – 19:00 vegna námskeiðahalds starfsmanna.
Lesa meira

Vinna gegn einelti í Vinnuskóla Fjallabyggðar

Í Vinnuskóla Fjallabyggðar er unnið gegn einelti og markvisst brugðist við ef upp kemur grunur um einelti. Flokkstjórar og yfirmaður Vinnuskóla eru lykilmenn í vinnunni.
Lesa meira

Frjó menningarhelgi fer fram í Alþýðuhúsinu á Siglufirði 3. - 5. júlí 2020

Frjó menningarhelgi fer fram í Alþýðuhúsinu á Siglufirði 3. - 5. júlí 2020. Þar koma saman 11 listamenn sem bjóða uppá tónlist, myndlist og spjall. Menningarhelgi sem þessi skapar töfrandi flæði á milli listamannana og gefur gestum innsýn í spunakennt sköpunarferli. Viðburðirnir verða allir á heimilislegu nótunum og fjöldi gesta takmarkaður. Eru því allir beðnir um að sýna skilning, spritta á sér hendur og koma ekki ef um einhvern slappleika er að ræða. Tekið verður við frjálsum framlögum við innganginn.
Lesa meira

Svæðisskipulag Eyjafjarðar

Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar hefur þann 31. mars 2020 samþykkt tillögu að breytingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 2012-2024 vegna flutningslína raforku. Breytt stefna Svæðisskipulags Eyjafjarðar 2012-2024 um flutningslínur raforku er árétting þeirrar stefnu, sem sett var fram í svæðisskipulaginu á sínum tíma en nokkuð ítarlegri. Breytingin á við Blöndulínu 3 og Hólasandslínu 3.
Lesa meira

Kjörfundur vegna forsetakjörs 2020

Við kjör til forseta Íslands, er fram fer laugardaginn 27. júní 2020, er skipting í kjördeildir í sveitarfélaginu Fjallabyggð sem hér segir:
Lesa meira

Kjörskrá í Fjallabyggð 2020

Kjörskrá í Fjallabyggð vegna forsetakosninganna þann 27. júní 2020 liggur nú frammi til sýnis í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, frá kl. 9:30-15:00 og mun liggja frammi alla virka daga fram til 27. júní. Kjósendum er einnig bent á vefinn www.kosning.is en þar má finna hvar kjósendur eru á kjörskrá. Kjósendur eru hvattir til þess að kynna sér hvort nöfn þeirra séu á kjörskránni. Athugasemdum við kjörskrá skal beina til bæjarráðs Fjallabyggðar.
Lesa meira