Fréttir & tilkynningar

Áríðandi tilkynning til íbúa, ættingja og starfsfólks Skálarhlíðar

Áríðandi tilkynning til íbúa, ættingja og starfsfólks Skálarhlíðar vegna sýkingarhættu af völdum Kórónaveirunnar (COVID-19) á Íslandi Stjórnendur Skálarhlíðar hafa tekið ákvörðun að loka húsnæði Skálarhlíðar fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta frá og með 5. apríl 2020 þar til annað verður formlega tilkynnt. Er þetta gert í samráði og með fullu samþykki allra íbúa Skálarhlíðar. Með þessari ráðstöfun er verið að fylgja eindregnum tilmælum þessara aðila sem eru í framvarðasveit Almannavarna Íslands.
Lesa meira

Yfirlýsing frá Almannavarnanefnd í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra

Almannavarnanefnd í umdæmi Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra mælist eindregið til þess að fólk ferðist ekki um páskana og virði í hvívetna samkomubann og fjarlægðarmörk hér eftir sem hingað til. [Meira]
Lesa meira

Pistill bæjarstjóra 3. apríl 2020

Nú við lok þriðju viku samkomubanns er manni margt í huga, fyrst og fremst er það þó þakklæti og auðmýkt gagnvart öllu því fólki um allt land sem stendur nú í framlínu bardagans við Covid-19. Öllu því fólki þakka ég mjög svo óeigingjarnt starf í okkar allra þágu. Að því sögðu þá hefur undanfarna daga verið að færast ákveðin ró og æðruleysi yfir samfélagið hér í Fjallabyggð, fólk virðist í raun vera að aðlagast nýjum og erfiðum aðstæðum. [Miera]
Lesa meira

Yfirfullar tunnur EKKI losaðar. Tilkynning frá Íslenska gámafélaginu.

Íslenska gámafélagið vill ítreka við íbúa Fjallabyggðar að í ljósi þeirra vinnureglna sem unnið er eftir í dag verða tunnur sem eru yfirfullar þ.e. lokið farið að opnast eða pokar við hliðina á tunnum, EKKI losaðar. Það er á ábyrgð íbúa að koma umfram sorpi á gámaplan en samkvæmt þeim tilmælum sem unnið er eftir þá eiga starfsmenn okkar að forðast snertingu við allt sorp.
Lesa meira