Fréttir & tilkynningar

Viðtalstími bæjarfulltrúa Fjallabyggðar á Siglufirði 26. ágúst kl. 16:30

Næsti viðtalstími bæjarfulltrúa verður í dag mánudaginn 26. ágúst að Gránugötu 24, Siglufirði kl. 16:30-17:30. Til viðtals verða bæjarfulltrúarnir Helga Helgadóttir, Ingibjörg G. Jónsdóttir og Særún Hlín Laufeyjardóttir.
Lesa meira

Skólastarf hefst – ný skólarúta

Á morgun föstudaginn 23. ágúst hefst skólaakstur á nýrri og glæsilegri rútu Suðurleiða ehf. Suðurleiðir ehf. festu kaup á rútunni erlendis frá eftir að gengið var til samninga við félagið í sumar um skóla- og frístundaakstur til næstu þriggja ára. Mjög erfitt er að fá svo stóra rútu með 3ja punkta sætisbeltum svo brugðið var á það ráð að panta sætisbelti frá umboðinu og verða þau sett í rútuna um leið og þau koma til landsins. Er vonast til að það verði innan skamms tíma. Fyrst um sinn er því óhjákvæmilegt að slá af kröfum um þriggja punkta sætisbelti. Þetta þykir sveitarfélaginu og Suðurleiðum ehf. afar miður en annað er ekki í stöðunni. [lesa meira]
Lesa meira

Kynningarfundir á vegum Rannís á Norðurlandi

Vakin er athygli á áhugaverðum kynningarfundum á vegum Rannís um styrkjamöguleika Evrópuáætlana og Norðurslóðasamstarfs (NPA/NORA)
Lesa meira

Fjallabyggð útvegar nemendum ritföng

Grunnskóli Fjallabyggðar afhendir nemendum ritfangapakka að gjöf frá sveitarfélaginu við skólabyrjun haustið 2019. Ætlast er til þess að nemendur í 1.-5. bekk geymi og noti ritföngin í skólanum og fá þau körfu undir þau.
Lesa meira

Skólasetning GF og skólaakstur 23. ágúst

Skólasetning Grunnskóla Fjallabyggðar verður föstudaginn 23. ágúst með þessum hætti:
Lesa meira

Skráning í Frístund og Lengda viðveru stendur yfir

Í vetur, líkt og síðustu tvö skólaár, verður nemendum í 1.-4. bekk gefinn kostur á frístundarstarfi strax að loknum skólatíma kl. 13.35 – 14.35. Starfið er fjölbreytt og í samstarfi við íþróttafélög og tónlistarskólann. Nemendur eru skráðir í frístundarstarfið hálfan vetur í einu. Í undanteknum tilvikum, ef gild ástæða er til, er hægt að endurskoða skráningu 25.-27. hvers mánaðar og tæki breytingin þá gildi um næstu mánaðarmót á eftir. Foreldrar nemenda í 1.-4. bekk hafa fengið sendan póst gegnum Mentor með leiðbeiningum um skráningu.
Lesa meira

Endurbættur vefur Grunnskóla Fjallabyggðar kominn í loftið

Í dag föstudaginn 16. ágúst hefur endurbættur vefur Grunnskóla Fjallabyggðar verið opnaður. Um er að ræða uppfærslu á vefumsjónakerfi Moya og um leið hafa verið gerðar umtalsverðar breytingar á útliti, virkni og skipulagi vefsins. Efni vefsins hefur verið endurskoðað og nokkuð af nýju efni bætt við og verður þeirri vinnu haldið áfram jafnt og þétt.
Lesa meira

Fer hringferð um landið til baráttu gegn ofbeldi á börnum

Í dag, föstudaginn 16. ágúst, hefja UNICEF á Íslandi og crossfit kappinn Einar Hansberg Árnason hringferð um landið til að vekja athygli á átaki UNICEF á Íslandi gegn ofbeldi á börnum - Stöðvum feluleikinn - sem hófst fyrr á þessu ári.
Lesa meira

Frístundaakstur dagana 14. - 22. ágúst

Dagana 14. - 16. ágúst og 19. - 22. ágúst verður breyting á skóla- og frístundaakstri frá sumaráætlun 2019.
Lesa meira

Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson með tónleika í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Fimmtudaginn 15. ágúst kl. 20,00 verða Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson með tónleika í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Húsið opnar kl. 19.45 og er tekið við frjálsum framlögum við innganginn. Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson ferðast nú um landið og fagna 20 ára vináttu og samspilsafmæli með tónleikum. Á túrnum heiðra þeir einnig minningu João Gilberto, einn upphafsmanna Bossa Nova tónlistar. Gilberto fann upp nýja aðferð við að syngja og spila á kassagítar á fimmta og sjötta áratugnum, sem síðar varð frægt og nýtur virðingar um allan heim. Prógram Ife og Óskars inniheldur einnig brasilíska tónlist með jazz, rokk, barrokk og rómantískt klassísku ívafi. Uppbyggingasjóður/Eyþing - Fjallabyggð - Norðurorka - Aðalbakarí og Menningarsjóður Siglufjarðar styrkja menningarstarf í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Lesa meira