09.09.2019
176. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði 11. september 2019 kl. 17.00
Lesa meira
09.09.2019
Eyþing stendur fyrir stórfundi, um mótun nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra fyrir árin 2020-2024, í Hofi fimmtdaginn 19. september kl. 16:00-19:00.
Vilt þú hafa áhrif á hvernig fjármunum á Norðurlandi eystra er varið?
Á annað hundrað milljónir á ári eru í pottinum!
Lesa meira
09.09.2019
Síðastliðið vor voru sett upp skiptitjöld í bæði íþróttahúsin í Fjallabyggð. Í hvoru húsi fyrir sig eru tvö skiptitjöld sem skipta húsinu í þrjú bil. Með þeim skapast tækifæri til að nýta húsin betur og vera með þjálfun eða kennslu í hverju bili fyrir sig þegar það hentar. Skiptitjöldin voru keypt frá Altis ehf. sem jafnframt sáu um uppsetningu á tjöldunum.
Lesa meira
05.09.2019
Húlladúllan býður sirkuslistanámskeið fyrir 10 ára og eldri í Tjarnarborg í vetur. Nemendur kynnast hinum heillandi heimi sirkuslistanna og læra grunntækni hinna helstu sirkuslista. Á dagskránni er húlla, jafnvægislistir, djöggl, sirkusfimleikar, atriðasmíði, kínverskir snúningsdiskar, sviðsframkoma, trúðalæti, blómaprik og ýmsilegt fleira.
Lesa meira
05.09.2019
Nú er skólastarf komið á fullt þetta haustið og hið árlega verkefni Göngum í skólann hófst í gær. Að því tilefni eru ökumenn hvattir til að gæta ítrustu varúðar og sýna gangandi og hjólandi vegfarendum tillitsemi í umferðinni.
Lesa meira
04.09.2019
Nú er skólastarf hafið á ný eftir sumarleyfí í Grunnskóla Fjallabyggðar. Verkefnið Göngum í skólann (www.iwalktoschool.org) verður sett, í þrettánda sinn, í dag miðvikudaginn 4. september og lýkur formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 2. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.
Lesa meira
28.08.2019
Sunnudaginn 1. september kl. 17.00 leikur Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti í Akureyrarkirkju, á orgel Ólafsfjarðarkirkju og bera tónleikarnir heitið Íslensku konurnar og orgelið.
Eins og nafnið gefur til kynna er eingöngu tónlist íslenskra kvenna á efnisskránni. Konur hafa hingað til ekki fengið mikla athygli sem orgeltónskáld en efnisskráin spannar samt tónlist í ýmsum stílum, stór verk og lítil, hugljúf og ljóðræn, gáskafull og dansandi.
Lesa meira
28.08.2019
Vegna óviðráðanlegra orsaka fellur viðvera bæjarstjóra í Ólafsfirði niður í dag milli kl. 10:00-12:00. Beðist er velvirðingar á þessu.
Lesa meira
26.08.2019
Framkvæmdum og endurbótum er lokið við skólalóðir Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði og á Siglufirði og eru þær hinar glæsilegustu.
Lesa meira
23.08.2019
Nýtt skólaár er að hefjast og því tekur gildi ný tímatafla fyrir skólarútuna í Fjallabyggð.
Nemendur og starfsmenn bæði grunn- og menntaskólans eru hvattir til að nota rútuna. Vakin er athygli á því að almenningur getur einnig nýtt sér þessar ferðir svo fremi sem rútan er ekki fullsetin.
Lesa meira