Fréttir & tilkynningar

Styrkir úr bæjarsjóði vegna 2019

Fjallabyggð veitir ár hvert félagasamtökum, stofnunum og einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur, forgangsröðun og fjárhagsáætlun bæjarstjórnar.
Lesa meira

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar útnefndur við hátíðlega athöfn

Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir listakona var í gær, fimmtudaginn 24. janúar, útnefnd Bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2019. Er það í tíunda sinn sem Fjallabyggð útnefnir bæjarlistamann sinn.
Lesa meira

Boðið upp á viðtalstíma með bæjarfulltrúum einu sinni í mánuði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar hefur ákveðið að bjóða upp á viðtalstíma með bæjarfulltrúum einu sinni í mánuði. Fundirnir verði haldnir síðasta mánudag hvers mánaðar, til skiptis á Siglufirði og í Ólafsfirði. Fyrsti viðtalstími bæjarfulltrúa verður mánudaginn 28. janúar n.k. að Ólafsvegi 4. Ólafsfirði kl. 16:30-17:30. Að þessu sinni taka þau Nanna Árnadóttir, S. Guðrún Hauksdóttir og Jón Valgeir Baldursson á móti íbúum. Íbúar Fjallabyggðar eru hvattir til að koma og hitta bæjarfulltrúa og ræða málefni sveitarfélagsins.
Lesa meira

NorðurOrg, söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi

Söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi, NorðurOrg fer fram í íþróttahúsinu í Ólafsfirði á morgun, föstudaginn 25. janúar kl. 19.00. Von er á um 450 unglingum frá félagsmiðstöðvum víðsvegar af Norðurlandi. Söngkeppnin er lokaður viðburður en hún verður send út beint á FM TRÖLLA. Keppendur fyrir hönd Neons er hljómsveitin Ronja og ræningjarnir. Söngur er í höndum Ronju Helgadóttur en aðrir í hljómsveitinni eru: Hörður Ingi Kristjánsson, Kristján Már Kristjánsson, Júlíus Þorvaldsson, Tryggvi Þorvaldsson og Mikael Sigurðsson.
Lesa meira

Skíðagöngunámskeið SÓ

Skíðafélag Ólafsfjarðar býður upp á byrjendanámskeið fyrir fullorðna helgina 26-27. janúar. Einnig veður boðið upp á byrjendanámskeið fyrir börn dagana 29.-30. janúar og 5.-6. febrúar
Lesa meira

Skálarhlíð - laus íbúð

Laus er til umsóknar íbúð 302. Íbúðin er á 3 hæð og er 42 fm. ásamt geymslu 6,7 fm. Umsóknarfrestur er til 5 feb. nk. Allar upplýsingar um íbúðina gefur Helga Hermannsdóttir í síma 467-1147 og 898-1147. Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð á fjallabyggd.is,bæjarskrifstofu og Skálarhlíð.
Lesa meira

Sólberg ÓF aflahæstur frystitogara

Sólberg ÓF varð aflahæst frystitogara á árinu sem var að ljúka. Afli skipsins varð 12.553 tonn í 12 löndunum. Næsta skip var Kleifaberg RE með 11.872 tonn í 20 löndunum. Í þriðja sætinu varð Vigri RE með 10.771 tonn. Þetta eru einu togararnir sem ná yfir 10.000 tonna markið.
Lesa meira

Ný íbúð á jarðhæð í Skálarhlíð

Bæjarráð samþykkti á 587 fundi sínum að taka tilboði L7 ehf vegna breytinga á jarðhæð í Skálarhlíð.
Lesa meira

Met­fjöldi farþega skemmti­ferðaskipa til Siglufjarðar í sumar 2019

Árið 2019 verður tvímælalaust það stærsta hvað varðar farþegafjölda skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar í sumar.
Lesa meira

Suðsuðvestanátt - útskriftarnemar við LHÍ halda sýningu í Segli 67

Suðsuðvestanátt - útskriftarnemar við LHÍ halda sýningu í Segli 67 Síðastliðnar tvær vikur hafa útskriftarnemendur við myndlistardeild Listaháskóla Íslands dvalið á vegum Alþýðuhússins á Siglufirði. Nemendurnir hafa starfað undir handleiðslu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur og Sindra Leifssonar ásamt því að hafa kynnst heimamönnum og menningarstarfsemi í Siglufirði og Eyjafirði. Allir eru hjartanlega velkomnir á samsýningu þeirra Suðsuðvestanátt í Segli 67, þar sem sýndur verður afrakstur síðustu vikna. Opnun Suðsuðvestanáttar fer fram milli 15 og 18 laugardaginn 26. janúar en sýningin mun jafnframt standa opin sunnudaginn 27. janúar frá 14 til 17.
Lesa meira