Fréttir & tilkynningar

SNOW - Ráðstefna um snjóflóðavarnir á Siglufirði

Dagana 3. - 5. apríl nk. fer fram alþjóðleg ráðstefna um snjóflóðavarnir á Siglufirði. Er það Verkfræðingafélag Íslands sem stendur fyrir ráðstefnunni í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og fleiri aðila. Ráðstefnan verður haldin á Sigló Hótel.
Lesa meira

Alþýðuhúsið á Siglufirði - Sunnudagskaffi með skapandi fólki

Sunnudaginn 7. apríl kl. 14:30 mun listamaðurinn Teresa Cheung vera með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Lesa meira

Vegleg gjöf frá Foreldrafélagi Leikskála

Foreldrar barna á Leikskálum á Siglufirði hafa um árabil staðið fyrir fjölbreyttum fjáröflunum í nafni Foreldrafélags Leikskála, í þeim tilgangi að geta lagt sitthvað af mörkum til að gleðja börnin og auðga daglegt starf á leikskólanum. Á dögunum færði Foreldrafélagið Leikskálum afar veglega leikfangagjöf, að andvirði rúmlega 300.000 kr. – en sérstaklega var horft til þess að velja leikföng sem nýtast börnum á öllum aldri.
Lesa meira

Ljósleiðari í Fjallabyggð

Í lok árs 2017 fékk Fjallabyggð úthlutað styrk frá Fjarskiptasjóði til uppbyggingar á ljósleiðarakerfi utan þéttbýlis í Fjallabyggð. Í framhaldi af því var undirritaður samstarfssamningur við Tengir ehf. sem tók að sér verkið. Síðla árs 2018 lauk verkinu og var þá búið að tengja öll hús sem eru með skráð lögheimili utan þéttbýlis að undanskildu Sauðanesi á Siglufirði. Eigendum annarra húsa þar sem lagður var ljósleiðari fram hjá var einnig boðið að fá tengingu t.d sumarhús og atvinnuhúsnæði. Alls voru tengd 13 hús af 20 sem mögulega gátu tengst í verkefninu.
Lesa meira

Af framkvæmdum í Fjallabyggð

Talsverðar framkvæmdir á holræsa-, vatnsveitukerfi og viðhald á götum bæjanna hafa verið hér í Fjallabyggð á undanförnum 5 árum, þ.e. 2015 – 2019.
Lesa meira

Skráning í Arctic Coast Way er hafin!

Opnað hefur verið fyrir skráningu fyrirtækja í Arctic Coast Way/Norðurstrandarleið, en ferðamannaleiðin verður formlega opnuð þann 8. júní næstkomandi á Degi hafsins. Arctic Coast Way er spennandi nýtt verkefni í ferðaþjónustu sem á að skapa nýtt aðdráttarafl á Norðurlandi og kynna landshlutann sem einstakan áfangastað.
Lesa meira

Nú fer hver að verða síðastur!

Eins og flestir vita tók ný löggjöf um ferðamál gildi þann 1. janúar síðastliðinn. Hún hefur í för með sér að leyfi ferðaskipuleggjenda og skráningar bókunarþjónusta falla úr gildi þann 1. apríl næstkomandi. Fyrir þann tíma þurfa þeir aðilar sem ætla að halda áfram starfsemi að endurskilgreina starfsemi sína og sækja um nýtt leyfi sem ferðasali dagsferða eða ferðaskrifstofa, eftir eðli starfseminnar.
Lesa meira

Fréttaskot - Styttist í Arctic Coast Way, Norðurstrandaleið

Skráning samstarfsfyrirtækja í Arctic Coast Way hefst í næstu viku og verður hún nánar auglýst á allra næstu dögum. Verkefnið hefur vakið mikla athygli bæði hérlendis og erlendis en leiðin verður formlega opnuð þann 8. júní næstkomandi, á Degi hafsins.
Lesa meira

Héraðsskjalasafnsfréttir

Héraðsskjalasafnið okkar hér í Fjallabyggð á 35 ára afmæli á þessu ári. Ánægjulegt er að segja frá því að safnið er að festa sig í sessi. [Lesa meira]
Lesa meira

Páskadagskrá Fjallabyggðar - Viðburðir yfir páska

Fjallabyggð mun gefa út páskadagskrána Páskafjör fyrir páska, líkt og síðustu ár, þar sem taldir verða til viðburðir, opnunartímar verslana, safna, setra, gallería og stofnana, afþreying og önnur þjónusta dagana 11. – 25. apríl nk.
Lesa meira