Fréttir & tilkynningar

Páskar í Fjallabyggð 2019

Fjallabyggð iðar að lífi, fólki, tónlist og menningu alla páskana. Páskadagskráin hefst strax föstudaginn 12. apríl með Sigló Freeride keppninni í Skarðinu, leiksýningu, tónleikum KK & föruneytis á Kaffi Rauðku og dagana 12. og 13. apríl verða eitt hundrað ár liðin frá mannskæðustu snjóflóðum í Hvanneyrarhreppi og verður atburðanna minnst með göngu á vegum Síldarminjasafnsins að Evanger verksmiðjunni og einnig verður helgistund í Siglufjarðarkirkju og í Héðinsfirði. Skíðasvæðin verða opin og veitingastaðir, gallerí og söfn bjóða upp á góða dagskrá líka. Bæði skíðasvæðin verða opin alla daga með endalaust páskafjör í brekkunum fyrir alla fjölskylduna. Í Skarðinu á Siglufirði verður leikjabraut, ævintýraleið, bobb-braut, hólabrautir, pallar, páskaeggjamót, lifandi tónlist og grill svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður lögð 3 km. göngubraut á Hólssvæði. Og það sama má segja um skíðasvæðið Tindaöxl en þar verður opið alla páskana, Bárubrautin verður troðin og tónlist og stemmning í fjallinu.
Lesa meira

Fræðslufundur um fíkniefni og fíkniefnaneyslu 29. apríl nk. í Tjarnarborg

Mánudaginn 29. april 2019 verður fíkniefnafræðsla í Tjarnarborg. Fræðslufundurinn hefst kl. 19:30. Fræðslan er í samvinnu við Lögregluna á Norðurlandi eystra, Grunnskóla Fjallabyggðar og Menntaskólann á Tröllaskaga. Tveir fulltrúar fíkniefnateymis lögreglunnar koma á fundinn og fræða fundarmenn um ýmislegt varðandi fíkniefni og fíkniefnaneyslu svo sem aðgengi, einkenni og ýmislegt annað. Haustið 2016 var haldinn vel heppnaður fundur í Tjarnarborg með sömu aðilum og nú endurtökum við leikinn.
Lesa meira

173. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 173. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnaborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði 12. apríl 2019 kl. 15.00.
Lesa meira

Listaverka BAZAR Listhús Gallery, Ólafsfirði 20.-21. apríl nk.

Listaverka BAZAR Listhúss Gallery Ægisgötu 10, Ólafsfirði verður haldinn dagana 20. - 21. apríl frá kl. 14:00-17:00 Öll listaverk í eigu Listhúss verða til sölu.
Lesa meira

Akstur skólabíls í dymbilviku

Í næstu viku er páskaleyfi hjá grunnskólanum og menntaskólanum og því verður lágmarksakstur þessa þrjá virku daga í dymbilvikunni.
Lesa meira

100 ár frá snjóflóðum á Staðarhólsbökkum, í Héðinsfirði og Engidal

100 ár frá snjóflóðum á Staðarhólsbökkum, í Héðinsfirði og Engidal. Dagana 12. og 13. apríl nk. verða eitt hundrað ár liðin frá mannskæðustu snjóflóðum í Hvanneyrarhreppi. Síldarminjasafnið og Siglufjarðarkirkja minnast atburðanna með dagskrá:
Lesa meira

Skíðafélag Ólafsfjarðar - Braut í Héðinsfirði og kvöldopnun í Tindaöxl

Skíðafélag Ólafsfjarðar - Braut í Héðinsfirði og kvöldopnun í Tindaöxl. Á morgun laugardaginn 6. apríl gerum við okkur heldur betur glaðan dag. Skíðagöngubraut verður lögð í HÉÐINSFIRÐI!! Brautin verður lögð frá Grundarkoti og eitthvað inn fyrir Ámá. Áætlað er að búið verði að spora kl. 11:00 í fyrramálið. Skíðaæfing SÓ verður því í Héðinsfirði á morgun og ætla foreldrar að fjölmenna og gera góðan dag. Best er að leggja bílum á bílastæðinu og fara varlega yfir veginn.
Lesa meira

Skólaþing Grunnskóla Fjallabyggðar 9. apríl kl. 18:00 – 20:00 í skólahúsinu í Ólafsfirði.

Grunnskóli Fjallabyggðar er að leggja upp í vegferð um bætt skólastarf. Verkefnið köllum við Framúrskarandi skóli – færni til framtíðar.
Lesa meira

Rekstur- og umsjón tjaldsvæða í Fjallabyggð sumarið 2019

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að ganga til samninga við Kaffi Klöru ehf. um rekstur- og umsjón tjaldsvæða í Fjallabyggð.
Lesa meira

Leikfélag Fjallabyggðar frumsýnir Bót og betrun

Leikfélag Fjallabyggðar frumsýnir leikritið Bót og betrun eftir enska leikskáldið Michael Cooney þann 5. apríl nk. kl. 20:00 í Tjarnarborg.
Lesa meira