Fréttir & tilkynningar

Glæsileg dagskrá um sjómannadagshelgina 31. maí - 2. júní

Dagskrá um sjómannadagshelgina í Ólafsfirði hefur nú litið dagsins ljós og má segja að hún sé hin glæsilegasta. Það er Sjómannadagsráð Sjómannafélags Ólafsfjarðar sem hefur haft veg og vanda að gerð dagskrárinnar sem höfðar til fólks á öllum aldri.
Lesa meira

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í endurbætur utanhúss á Ráðhúsi Fjallabyggðar

Fjallabyggð óskar eftir tilboðum í endurbætur utanhúss á Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði.
Lesa meira

Listamenn úr Fjallabyggð taka þátt í Vorsýningunni Vor í Listasafni Akureyrar

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar, Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir, Bergþór Morthens og Brynja Baldursdóttir, öll listamenn úr Fjallabyggð hafa verið valin til að taka þátt í vorsýningu Listasafns Akureyrar Vor þann 18. maí nk. kl. 15.00. Sýningin stendur í allt sumar fram til 29. september og verður opin alla daga frá kl. 10:00-17:00.
Lesa meira

Nýtt einbýlishús rís í Ólafsfirði

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu nýs einbýlishús í Ólafsfirði. Er það í fyrsta sinn, síðan árið 1995, sem nýtt hús rís í Ólafsfirði. Um er að ræða byggingu einbýlishús við Marabyggð 43.
Lesa meira

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom í morgun

Fyrsta skemmtiferðaskipið sem hefur viðkomu á Siglufirði í sumar kom til hafnar í morgun. Um er að ræða skemmtiferðaskipið Ocean Diamond, sem Iceland Pro-Crusiers gerir út til siglinga hringinn í kringum Íslands.
Lesa meira

Háskólalestin - Vísindaveisla í Tjarnarborg Ólafsfirði 18. maí

Áhöfn Háskólalestarinnar slær upp Vísindaveislu í Menningarhúsinu Tjarnarborg laugardaginn 18. maí nk. frá kl. 12:00-16:00. Vísindaveislan er opin öllum og góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna - börn og fullorðna.
Lesa meira

Eygló Harðardóttir opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði 16. maí

Fimmtudaginn 16. maí 2019 kl. 17:00 opnar Eygló Harðardóttir sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sýningin er opin til 2. júní og er opin daglega frá kl. 14:00 – 17:00.
Lesa meira

Lokaskýrsla um þróun upplifana á ACW - fréttaskot frá Markaðsstofu Norðurlands

Lokaskýrsla Blue Sail um þróun upplifana á Arctic Coast Way/Norðurstrandarleið hefur nú verið birt. Í skýrslunni er að finna samantekt á því starfi sem hefur verið unnið í tengslum við þróun upplifana, en sú vinna fór fram í fimm þrepum frá því í nóvember 2017 og fram í október 2018.
Lesa meira

Opnun sýningarinnar Ólafsfjarðarvatn í Pálshúsi 18. maí

Opnun sýningarinnar Ólafsfjarðarvatn í Pálshúsi Strandgötu 4, Ólafsfirði laugardaginn 18. maí nk. kl. 14:00. Þá er einnig opnuð listsýning Kristins E. Hrafnssonar í Pálshúsi.
Lesa meira

Tilkynning vegna lokunar á Aðalgötu

Framkvæmdir eru að hefjast á endurnýjun Aðalgötu, milli Grundargötu og Tjarnargötu. Tvístefna verður á Norðurgötu milli Aðalgötu og Eyrargötu á meðan á framkvæmdunum stendur með innkomu frá Eyrargötu sjá nánar á meðfylgjandi korti. Áætluð verklok eru 30. júní 2019. Íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að verða við framkvæmdina.
Lesa meira