Fréttir & tilkynningar

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra - Viðvera starfsmanna uppbyggingarsjóðs í Fjallabyggð 14. október nk.

Líkt og undanfarin ár munu verkefnastjóri menningarmála hjá Eyþingi og verkefnastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar fara um svæðið til að aðstoða umsækjendur í Uppbyggingarsjóð Norðurlands eystra.
Lesa meira

Ólympíuhlaup ÍSÍ lokið

Þann 25. september sl. fór fram í Grunnskóla Fjallabyggðar, Ólympíuhlaup ÍSÍ (áður Norræna skólahlaupið). Gríðarlega góð þátttaka var meðal nemenda en alls tóku 79 krakkar 6. – 10. bekkjar þátt í hlaupinu og hlupu þeir samtals 655 km. Að þessu sinni létu nemendur gott af sér leiða og söfnuðu áheitum fyrir Sigurbogann, styrktarfélag Sigurbjörns Boga Halldórssonar, 7 ára fjölfatlaðs drengs á Siglufirði. Foreldrar, aðstandendur og aðrir gestir fjölmenntu við hlaupaleiðina til að hvetja nemendur og skapaðist mikil og skemmtilegt stemning í bænum. Á næstu dögum munu svo krakkarnir innheimta áheitin sem þeir söfnuðu.
Lesa meira

Umsóknir um styrki Fjallabyggðar vegna ársins 2020

Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að opnað verður fyrir umsóknir um fræðslu- og menningarstyrki fyrir árið 2020 ásamt umsóknum um styrk til greiðslu fasteignaskatts, fimmtudaginn 10. október nk.
Lesa meira

Skipulagslýsing – upphaf vinnu við deiliskipulag íþróttasvæðis í Ólafsfirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 11. september s.l. að leita umsagnar á skipulagslýsingu skv. 40.gr .skipulagslaga nr.123/2010. Í skipulagslýsingu koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Viðfangsefni skipulagsins er m.a. uppbygging gervigrasvallar á svæðinu ásamt bættu aðgengi. Íbúum og hagsmunaaðilum er gefinn kostur á því að senda inn ábendingar varðandi viðfangsefni og markmið skipulagsins. Ábendingum má skila skriflega á skrifstofu Fjallabyggðar, Gránugötu 24, 580 Siglufirði eða á netfangið iris@fjallabyggd.is fyrir 11. október nk.
Lesa meira

Aflatölur fyrstu 8 mánuði ársins 2019

Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 1. september 2019 ásamt samanburði við sama tíma árið 2018.
Lesa meira

Pálshús Ólafsfirði, afhending skipa

Fimmtudaginn 12. september nk. mun Njörður S. Jóhannsson, módelsmiður á Siglufirði afhenda Pálshúsi í Ólafsfirði þilskipið Gest og áttæringinn Blika að gjöf. Athöfnin hefst kl. 17 og er öllum opin og fólk hvatt til að mæta og sjá þessar listasmíðar. Skipin munu verða til sýnis Í Pálshúsi á opnunartíma safnsins frá kl. 11-17 til og með 15. september nk.
Lesa meira

176. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

176. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði 11. september 2019 kl. 17.00
Lesa meira

Við viljum sjá þig í Hofi 19. september -mótun nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra

Eyþing stendur fyrir stórfundi, um mótun nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra fyrir árin 2020-2024, í Hofi fimmtdaginn 19. september kl. 16:00-19:00. Vilt þú hafa áhrif á hvernig fjármunum á Norðurlandi eystra er varið? Á annað hundrað milljónir á ári eru í pottinum!
Lesa meira

Ný skiptitjöld og LED lýsing í íþróttahúsum Fjallabyggðar

Síðastliðið vor voru sett upp skiptitjöld í bæði íþróttahúsin í Fjallabyggð. Í hvoru húsi fyrir sig eru tvö skiptitjöld sem skipta húsinu í þrjú bil. Með þeim skapast tækifæri til að nýta húsin betur og vera með þjálfun eða kennslu í hverju bili fyrir sig þegar það hentar. Skiptitjöldin voru keypt frá Altis ehf. sem jafnframt sáu um uppsetningu á tjöldunum.
Lesa meira

Húlladúllan býður sirkuslistanámskeið fyrir 10 ára og eldri í Tjarnarborg í vetur

Húlladúllan býður sirkuslistanámskeið fyrir 10 ára og eldri í Tjarnarborg í vetur. Nemendur kynnast hinum heillandi heimi sirkuslistanna og læra grunntækni hinna helstu sirkuslista. Á dagskránni er húlla, jafnvægislistir, djöggl, sirkusfimleikar, atriðasmíði, kínverskir snúningsdiskar, sviðsframkoma, trúðalæti, blómaprik og ýmsilegt fleira.
Lesa meira