Fréttir & tilkynningar

Aflatölur fyrstu 8 mánuði ársins 2019

Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 1. september 2019 ásamt samanburði við sama tíma árið 2018.
Lesa meira

Pálshús Ólafsfirði, afhending skipa

Fimmtudaginn 12. september nk. mun Njörður S. Jóhannsson, módelsmiður á Siglufirði afhenda Pálshúsi í Ólafsfirði þilskipið Gest og áttæringinn Blika að gjöf. Athöfnin hefst kl. 17 og er öllum opin og fólk hvatt til að mæta og sjá þessar listasmíðar. Skipin munu verða til sýnis Í Pálshúsi á opnunartíma safnsins frá kl. 11-17 til og með 15. september nk.
Lesa meira

Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði óskar eftir kvenmanni til starfa

Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar á Siglufirði óskar eftir kvenmanni til starfa. Um er að ræða ráðningu í 50% starfshlutfall sem gæti aukist á næstu mánuðum. Starfið felur í sér sundlaugarvörslu, baðvörslu, þrif og fleira.
Lesa meira

176. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

176. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Tjarnarborg, Aðalgötu 13, Ólafsfirði 11. september 2019 kl. 17.00
Lesa meira

Við viljum sjá þig í Hofi 19. september -mótun nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra

Eyþing stendur fyrir stórfundi, um mótun nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands eystra fyrir árin 2020-2024, í Hofi fimmtdaginn 19. september kl. 16:00-19:00. Vilt þú hafa áhrif á hvernig fjármunum á Norðurlandi eystra er varið? Á annað hundrað milljónir á ári eru í pottinum!
Lesa meira

Ný skiptitjöld og LED lýsing í íþróttahúsum Fjallabyggðar

Síðastliðið vor voru sett upp skiptitjöld í bæði íþróttahúsin í Fjallabyggð. Í hvoru húsi fyrir sig eru tvö skiptitjöld sem skipta húsinu í þrjú bil. Með þeim skapast tækifæri til að nýta húsin betur og vera með þjálfun eða kennslu í hverju bili fyrir sig þegar það hentar. Skiptitjöldin voru keypt frá Altis ehf. sem jafnframt sáu um uppsetningu á tjöldunum.
Lesa meira

Húlladúllan býður sirkuslistanámskeið fyrir 10 ára og eldri í Tjarnarborg í vetur

Húlladúllan býður sirkuslistanámskeið fyrir 10 ára og eldri í Tjarnarborg í vetur. Nemendur kynnast hinum heillandi heimi sirkuslistanna og læra grunntækni hinna helstu sirkuslista. Á dagskránni er húlla, jafnvægislistir, djöggl, sirkusfimleikar, atriðasmíði, kínverskir snúningsdiskar, sviðsframkoma, trúðalæti, blómaprik og ýmsilegt fleira.
Lesa meira

Ökumenn gætum ítrustu varúðar og sýnum gangandi og hjólandi tillitsemi

Nú er skólastarf komið á fullt þetta haustið og hið árlega verkefni Göngum í skólann hófst í gær. Að því tilefni eru ökumenn hvattir til að gæta ítrustu varúðar og sýna gangandi og hjólandi vegfarendum tillitsemi í umferðinni.
Lesa meira

Laus staða iðjuþjálfa á Hornbrekku Ólafsfirði

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka óskar eftir að ráða iðjuþjálfa í 80% stöðu frá 1. nóvember 2019.
Lesa meira

Laus staða hjúkrunarfræðings á Hornbrekku Ólafsfirði

Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hornbrekka óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í 60% starf frá 1. október 2019, starfið er tímabundið en möguleiki er á langtímaráðningu.
Lesa meira