Fréttir & tilkynningar

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir leikur orgelverk í Ólafsfjaðarkirkju

Sunnudaginn 1. september kl. 17.00 leikur Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, organisti í Akureyrarkirkju, á orgel Ólafsfjarðarkirkju og bera tónleikarnir heitið Íslensku konurnar og orgelið. Eins og nafnið gefur til kynna er eingöngu tónlist íslenskra kvenna á efnisskránni. Konur hafa hingað til ekki fengið mikla athygli sem orgeltónskáld en efnisskráin spannar samt tónlist í ýmsum stílum, stór verk og lítil, hugljúf og ljóðræn, gáskafull og dansandi.
Lesa meira

Viðvera bæjarstjóra í Ólafsfirði fellur niður í dag

Vegna óviðráðanlegra orsaka fellur viðvera bæjarstjóra í Ólafsfirði niður í dag milli kl. 10:00-12:00. Beðist er velvirðingar á þessu.
Lesa meira

Endurbótum lokið við skólalóðir Grunnskóla Fjallabyggðar

Framkvæmdum og endurbótum er lokið við skólalóðir Grunnskóla Fjallabyggðar í Ólafsfirði og á Siglufirði og eru þær hinar glæsilegustu.
Lesa meira

Skólaakstur veturinn 2019-2020

Nýtt skólaár er að hefjast og því tekur gildi ný tímatafla fyrir skólarútuna í Fjallabyggð. Nemendur og starfsmenn bæði grunn- og menntaskólans eru hvattir til að nota rútuna. Vakin er athygli á því að almenningur getur einnig nýtt sér þessar ferðir svo fremi sem rútan er ekki fullsetin.
Lesa meira

Viðtalstími bæjarfulltrúa Fjallabyggðar á Siglufirði 26. ágúst kl. 16:30

Næsti viðtalstími bæjarfulltrúa verður í dag mánudaginn 26. ágúst að Gránugötu 24, Siglufirði kl. 16:30-17:30. Til viðtals verða bæjarfulltrúarnir Helga Helgadóttir, Ingibjörg G. Jónsdóttir og Særún Hlín Laufeyjardóttir.
Lesa meira

Skólastarf hefst – ný skólarúta

Á morgun föstudaginn 23. ágúst hefst skólaakstur á nýrri og glæsilegri rútu Suðurleiða ehf. Suðurleiðir ehf. festu kaup á rútunni erlendis frá eftir að gengið var til samninga við félagið í sumar um skóla- og frístundaakstur til næstu þriggja ára. Mjög erfitt er að fá svo stóra rútu með 3ja punkta sætisbeltum svo brugðið var á það ráð að panta sætisbelti frá umboðinu og verða þau sett í rútuna um leið og þau koma til landsins. Er vonast til að það verði innan skamms tíma. Fyrst um sinn er því óhjákvæmilegt að slá af kröfum um þriggja punkta sætisbelti. Þetta þykir sveitarfélaginu og Suðurleiðum ehf. afar miður en annað er ekki í stöðunni. [lesa meira]
Lesa meira

Kynningarfundir á vegum Rannís á Norðurlandi

Vakin er athygli á áhugaverðum kynningarfundum á vegum Rannís um styrkjamöguleika Evrópuáætlana og Norðurslóðasamstarfs (NPA/NORA)
Lesa meira

Fjallabyggð útvegar nemendum ritföng

Grunnskóli Fjallabyggðar afhendir nemendum ritfangapakka að gjöf frá sveitarfélaginu við skólabyrjun haustið 2019. Ætlast er til þess að nemendur í 1.-5. bekk geymi og noti ritföngin í skólanum og fá þau körfu undir þau.
Lesa meira

Skólasetning GF og skólaakstur 23. ágúst

Skólasetning Grunnskóla Fjallabyggðar verður föstudaginn 23. ágúst með þessum hætti:
Lesa meira

Skráning í Frístund og Lengda viðveru stendur yfir

Í vetur, líkt og síðustu tvö skólaár, verður nemendum í 1.-4. bekk gefinn kostur á frístundarstarfi strax að loknum skólatíma kl. 13.35 – 14.35. Starfið er fjölbreytt og í samstarfi við íþróttafélög og tónlistarskólann. Nemendur eru skráðir í frístundarstarfið hálfan vetur í einu. Í undanteknum tilvikum, ef gild ástæða er til, er hægt að endurskoða skráningu 25.-27. hvers mánaðar og tæki breytingin þá gildi um næstu mánaðarmót á eftir. Foreldrar nemenda í 1.-4. bekk hafa fengið sendan póst gegnum Mentor með leiðbeiningum um skráningu.
Lesa meira