Fréttir & tilkynningar

Nýtt og breytt Síldarævintýri 2019 - Fréttatilkynning frá stýrihópi um Síldarævintýri

Hagsmunaaðilar og áhugafólk um hátíðahöld um verslunarmannahelgina hafa tekið sig saman og stefna að því að bjóða upp á fjölbreytta og fjölskylduvæna dagskrá á Siglufirði þessa mestu ferðahelgi Íslendinga. Forsagan er sú að sl. haust sótti Ungmennafélagið Glói um tveggja milljóna styrk til Fjallabyggðar til að halda Síldarævintýri á Siglufirði árið 2019 en því erindi var hafnað. Forsvarsmenn félagsins og aðrir áhugasamir um að halda hátíð á Siglufirði þessa helgi ákváðu þrátt fyrir þessa niðurstöðu að athuga hvort áhugi væri meðal hagsmunaaðila í bænum til að setja saman spennandi dagskrá þessa helgi. Sú varð raunin og var stofnaður undirbúningshópur til að að vinna að því að gera hana að veruleika. Er sú vinna nú í fullum gangi.
Lesa meira

Alþýðuhúsið á Siglufirði helgina 6.-7. júlí

Helgina 6. - 7. júlí verður mikið um að vera í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Laugardaginn 6. júlí kl. 14.00 opnar Unndór Egill Jónsson sýningu í Kompunni sem ber yfirskriftina Fleygur, og stendur sú sýning til 28. júlí. Sunnudaginn 7. júlí kl. 14.30 er boðið uppá Sunnudagskaffi með skapandi fólki þar sem Línus Orri Gunnarsson sér um þjóðlagasamspil. Samspilið fer þannig fram að fólk sest í hring með hljóðfærin sín og spilar það sem það kann úr alþýðuarfi. Allir velkomnir til þess að taka þátt eða hlusta.
Lesa meira

Gámar fyrir garðaúrgang

Nú er hægt að henda garðaúrgangi í gáma sem staðsettir hafa verið fyrir utan gamasvæðin. Ítrekað skal að einungis má losa garðaúrgang í gámana.
Lesa meira

Sjávarútvegsskólinn í Fjallabyggð

Nýliðna viku var Sjávarútvegsskólinn haldinn í Fjallabyggð fyrir yngsta árgang nemenda í vinnuskólanum. Alls mættu 15 krakkar á námskeiðið frá Vinnuskóla Fjallabyggðar. Voru þau bæði frá Siglufirði og Ólafsfirði. Kennarar voru þau; María Dís Ólafsdóttir og Magnús Víðisson. Á meðan á Sjávarútvegsskólanum stóð héldu krakkarnir laununum sínum í vinnuskólanum.
Lesa meira

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3. - 7. júlí

Þjóðlagahátíðin á Siglufirði verður haldin í 20. skiptið dagana 3. til 7. júlí 2019 og ber hún yfirskriftina Ást og uppreisn.
Lesa meira