Fréttir & tilkynningar

Skólaþing Grunnskóla Fjallabyggðar 9. apríl kl. 18:00 – 20:00 í skólahúsinu í Ólafsfirði.

Grunnskóli Fjallabyggðar er að leggja upp í vegferð um bætt skólastarf. Verkefnið köllum við Framúrskarandi skóli – færni til framtíðar.
Lesa meira

Rekstur- og umsjón tjaldsvæða í Fjallabyggð sumarið 2019

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að ganga til samninga við Kaffi Klöru ehf. um rekstur- og umsjón tjaldsvæða í Fjallabyggð.
Lesa meira

Leikfélag Fjallabyggðar frumsýnir Bót og betrun

Leikfélag Fjallabyggðar frumsýnir leikritið Bót og betrun eftir enska leikskáldið Michael Cooney þann 5. apríl nk. kl. 20:00 í Tjarnarborg.
Lesa meira

SNOW - Ráðstefna um snjóflóðavarnir á Siglufirði

Dagana 3. - 5. apríl nk. fer fram alþjóðleg ráðstefna um snjóflóðavarnir á Siglufirði. Er það Verkfræðingafélag Íslands sem stendur fyrir ráðstefnunni í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og fleiri aðila. Ráðstefnan verður haldin á Sigló Hótel.
Lesa meira

Alþýðuhúsið á Siglufirði - Sunnudagskaffi með skapandi fólki

Sunnudaginn 7. apríl kl. 14:30 mun listamaðurinn Teresa Cheung vera með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Lesa meira

Vegleg gjöf frá Foreldrafélagi Leikskála

Foreldrar barna á Leikskálum á Siglufirði hafa um árabil staðið fyrir fjölbreyttum fjáröflunum í nafni Foreldrafélags Leikskála, í þeim tilgangi að geta lagt sitthvað af mörkum til að gleðja börnin og auðga daglegt starf á leikskólanum. Á dögunum færði Foreldrafélagið Leikskálum afar veglega leikfangagjöf, að andvirði rúmlega 300.000 kr. – en sérstaklega var horft til þess að velja leikföng sem nýtast börnum á öllum aldri.
Lesa meira