Fréttir & tilkynningar

Stefnumótun fyrir ferðaþjónustuna

Hafin er vinna við aðgerðabundna stefnumótun fyrir ferðaþjónustu á Íslandi til ársins 2025. Verkefnið er sameiginlegt verkefni Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytisins, Sambands Sveitarfélaga, Samtaka ferðaþjónustunnar og Stjórnstöðvar ferðamála.
Lesa meira

Vel heppnað nuddboltanámskeið á Siglufirði

Heilsueflandi Fjallabyggð bauð íbúum á endurgjaldslaust stutt nuddboltanámskeið í gær í íþróttasal grunnskólans við Norðurgötu. Vel var mætt á námskeiðið og ekki annað að heyra en að þátttakendur væru ánægðir með það. Annað námskeið er fyrirhugað í Ólafsfirði laugardaginn 7. desember kl. 10:00 í íþróttahúsinu. Þátttakendur eru beðnir um að skrá sig á námskeiðið. Gott væri að skráning lægi fyrir um hádegi á föstudag 6. desember.
Lesa meira

Pastel ritröð - útgáfuhóf á Akureyri og upplestur á Siglufirði

Við fögnum fimm nýjum bókverkum í Pastel ritröð. Höfundar að þessu sinni eru Áki Sebastian Frostason hljóðlistamaður, Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur, Haraldur Jónsson myndlistamaður, Jónína Björg Helgadóttir myndlistamaður og Þórður Sævar Jónsson rithöfundur.
Lesa meira

Jólatónleikar Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Jólatónleikar Tónlistarskólans á Tröllaskaga verða haldnir á eftirfarandi dögum. Allir velkomnir!
Lesa meira

Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024

Sóknaráætlun Norðurlands eystra 2020-2024 Á aðalfundi Eyþings þann 15. nóvember sl. var samþykkt ný sóknaráætlun fyrir Norðurland eystra 2020-2024.
Lesa meira