Fréttir & tilkynningar

Ronja og ræningjarnir í Söngkeppni Samfés á morgun – bein útsending í sjónvarpi RÚV

Á morgun laugardaginn 23. mars fer fram Söngkeppni Samfés í Laugardalshöll. Keppnin hefst kl. 13.00 og verður sjónvarpað beint á RÚV. Félagsmiðstöðin Neon á fulltrúa í keppninni en það er hljómsveitin Ronja og ræningjarnir sem flytja lag Amy Winehouse og Mark Ronson, Back to black. Í höllinni verða dyggir stuðningsmenn Ronju og ræningjanna en 35 unglingar úr Neon ásamt starfsmönnum héldu suður í morgun til að fara á Samfestinginn sem haldin verður í kvöld í Laugardalshöll og Söngkeppnina á morgun.
Lesa meira

Skráning í Arctic Coast Way er hafin!

Opnað hefur verið fyrir skráningu fyrirtækja í Arctic Coast Way/Norðurstrandarleið, en ferðamannaleiðin verður formlega opnuð þann 8. júní næstkomandi á Degi hafsins. Arctic Coast Way er spennandi nýtt verkefni í ferðaþjónustu sem á að skapa nýtt aðdráttarafl á Norðurlandi og kynna landshlutann sem einstakan áfangastað.
Lesa meira

Íþróttaálfurinn skemmtir í Fjallabyggð - FRESTAÐ til morguns vegna veðurs

Knattspyrnufélag Fjallabyggðar býður öllum börnum í Fjallabyggð á skemmtun í íþróttahúsinu á Ólafsfirði. Skemmtunin verður á morgun laugardaginn 23. mars kl. 10:30 en fresta varð sýningunni sem vera átti í dag 22. mars kl. 16:30 vegna veður. Íþróttaálfurinn ásamt Sollu og Sigga ætla að mæta á svæðið og vera með sprell fyrir börnin. Hlökkum til að sjá ykkur öll Barna og unglingaráð KF
Lesa meira

Nú fer hver að verða síðastur!

Eins og flestir vita tók ný löggjöf um ferðamál gildi þann 1. janúar síðastliðinn. Hún hefur í för með sér að leyfi ferðaskipuleggjenda og skráningar bókunarþjónusta falla úr gildi þann 1. apríl næstkomandi. Fyrir þann tíma þurfa þeir aðilar sem ætla að halda áfram starfsemi að endurskilgreina starfsemi sína og sækja um nýtt leyfi sem ferðasali dagsferða eða ferðaskrifstofa, eftir eðli starfseminnar.
Lesa meira

Fréttaskot - Styttist í Arctic Coast Way, Norðurstrandaleið

Skráning samstarfsfyrirtækja í Arctic Coast Way hefst í næstu viku og verður hún nánar auglýst á allra næstu dögum. Verkefnið hefur vakið mikla athygli bæði hérlendis og erlendis en leiðin verður formlega opnuð þann 8. júní næstkomandi, á Degi hafsins.
Lesa meira

Héraðsskjalasafnsfréttir

Héraðsskjalasafnið okkar hér í Fjallabyggð á 35 ára afmæli á þessu ári. Ánægjulegt er að segja frá því að safnið er að festa sig í sessi. [Lesa meira]
Lesa meira

Páskadagskrá Fjallabyggðar - Viðburðir yfir páska

Fjallabyggð mun gefa út páskadagskrána Páskafjör fyrir páska, líkt og síðustu ár, þar sem taldir verða til viðburðir, opnunartímar verslana, safna, setra, gallería og stofnana, afþreying og önnur þjónusta dagana 11. – 25. apríl nk.
Lesa meira

Góðgerðavika og söfnun fyrir Samfestinginn

Nú stendur yfir Góðgerðavika hjá félagsmiðstöðinni Neon. Unglingarnir sem eru að fara á Samfestinginn um aðra helgi ganga í hús í kvöld miðvikudag og föstudagskvöld og biðla til bæjarbúa um hógværan styrk til ferðarinnar. Sjá meira.
Lesa meira

172. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

172. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar, Gránugötu 24, Siglufirði 13. mars 2019 kl. 17.00
Lesa meira

Þrjú fyrirtæki úr Fjallabyggð á Local Food matarhátíðinni í Hofi þann 16. mars nk.

Local Food matarhátíðin í ár verður haldin í glæsilegum húsakynnum Hofs þann 16. mars frá kl. 13.00-18.00. Þrír aðilar úr Fjallabyggð, Segull67, Kaffi Klara og North Experience taka þátt í Local Food.
Lesa meira