Fréttir & tilkynningar

Íþróttamiðstöðvar Fjallabyggðar uppstigningardag

Á uppstigningardag 10. maí verður opið sem hér segir: Ólafsfjörður frá kl. 14:00-18:00 Siglufjörður frá kl. 10:00-14:00
Lesa meira

Ólöf Birna Blöndal opnar einkasýningu í Ráðhússalnum

Ólöf Birna Blöndal opnar einkasýninguna "Þótt líði ár og öld" í Ráðhússalnum Gránugötu 24 á Siglufirði laugardaginn 19. maí kl. 14:00. Allir velkomnir. Sýningin er haldin í tilefni af því að 100 ár eru frá fæðingu föður Ólafar Birnu, Óla J. Blöndal en hann lést í nóvember 2005.
Lesa meira

Skólasýning í Grunnskóla Fjallabyggðar

Skólasýning í Grunnskóla Fjallabyggðar Næsta miðvikudag 9. maí er Skólasýning í Grunnskóla Fjallabyggðar.
Lesa meira

Sjómannadagshelgin í Ólafsfirði

Sjómannadagshelgin á Ólafsfirði í Fjallabyggð 1. - 3. júní 2018
Lesa meira

Vortónleikar Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Vortónleikar Tónlistarskólans á Tröllaskaga verða sem hér segir:
Lesa meira

Hunda- og kattaeigendur athugið að varptími fugla er hafinn

Sveitarfélagið Fjallabyggð vill vekja athygli á því að varp fugla er hafið og er þeim tilmælum beint til fólks að taka tillit til þess og vera ekki á ferð um varpsvæðin að óþörfu og alls ekki með hunda. Hundaeigendur eru beðnir um að sleppa ekki hundum sínum lausum á varpsvæðum. Þeim tilmælum er beint til kattaeigenda að halda köttum sínum innandyra á nóttunni og hengja bjöllur á hálsólar þeirra. Hundaeigendur eru beðnir um að sleppa ekki hundum sínum lausum á varpsvæðum. Á Siglufirði er það svæðið í kringum Leirurnar, Langeyrartjörn og á tanganum við Innri höfn. Í Ólafsfirði er það svæðið í kringum Ólafsfjarðarvatn.
Lesa meira

1. maí í Fjallabyggð

Dagskrá verður í sal stéttarfélaganna, Eyrargötu 24b Siglufirði, milli kl. 14:30 og 17:00 ,,Sterkari saman” eru kjörorð dagsins Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna Margrét Jónsdóttir flytur ávarp stéttarfélaganna Sendum öllum félagsmönnum kveðjur á baráttudegi verkafólks 1. maí Kaffiveitingar TÖKUM HÖNDUM SAMAN OG MÆTUM ÖLL
Lesa meira

160. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

Bæjarstjórn Fjallabyggðar 160. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar Siglufirði 2. maí 2018 kl. 12.15 Dagskrá:
Lesa meira

Kristján Steingrímur Jónsson sýnir í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

Föstudaginn 4. maí kl. 17.00 opnar Kristján Steingrímur Jónsson sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sýningin stendur til 20. maí og er opin daglega kl. 14.00 – 17.00 þegar skilti er úti.
Lesa meira

Aflatölur og aflagjöld 2018

Fjöldi landana og afli í höfnum Fjallabyggðar tímabilið 1. janúar - 25. apríl 2018 ásamt samanburði við sama tíma árið 2017. 2018 Siglufjörður 3527 tonn í 278 löndunum. 2018 Ólafsfjörður 196 tonn í 171 löndunum. 2017 Siglufjörður 1990 tonn í 361 löndunum. 2017 Ólafsfjörður 219 tonn í 225 löndunum.
Lesa meira