Fréttir & tilkynningar

Grunnskóli Fjallabyggðar afhendir nemendum ritfangapakka að gjöf

Grunnskóli Fjallabyggðar afhendir nemendum ritfangapakka að gjöf frá sveitarfélaginu við skólabyrjun haustið 2018. Ritfangapakkinn er svipaður milli árganga og felur í sér skriffæri, stíla- og reikningsbækur, skæri, teygjumöppu, tréliti, reglustikur o.s.frv. eftir þörfum hvers árgangs. Það sem ekki er í ritfangapakkanum þurfa foreldrar að útvega.
Lesa meira

Skóla- og frístundaakstur

Skóla- og frístundaakstur milli byggðakjarna verður eftirfarandi frá 13. ágúst fram að skólabyrjun. Rútan fer frá skólahúsinu við Norðurgötu Siglufirði og skólahúsinu við Tjarnarstíg Ólafsfirði.
Lesa meira

Kaldavatnslaust í miðbæ Siglufjarðar í dag vegna bilunar

Vegna bilunar í stofnlögn verður kaldavatnslaust í MIÐBÆ Siglufjarðar í dag milli kl. 14:00-15:00 Við vörum þig við slysahættu vegna þess að einungis kemur heitt vatn úr blöndunartækjum.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA

Vakin er athygli á að nú er opið fyrir umsóknir um styrki frá NATA, samstarfssamningi Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Veittir eru styrkir til markaðs- og þróunarverkefna annars vegar og ferðastyrkir hins vegar.
Lesa meira

Harpa Björnsdóttir í Kompunni

Harpa Björnsdóttir opnar sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði næstkomandi laugardag, 4. ágúst kl. 14.00. Sýningin nefnist „Mitt fley er lítið en lögur stór“, og fjallar um vægi manneskjunnar í hinu stóra samhengi. Á reginhafi og í mannhafi er hún svo óumræðilega lítil, en öðlast stærð, vægi og minni í gegnum verk sín og gjörðir, ástvini og elsku. Harpa Björnsdóttir hefur starfað sem myndlistarmaður frá árinu 1983 og verið virk á vettvangi myndlistar og menningarmála. Hún hefur haldið yfir 30 einkasýningar og tekið þátt í yfir 50 samsýningum, heima og erlendis.
Lesa meira