Fréttir & tilkynningar

Ólafsfirðingar vinna að sýnileika afþreyingar- og ferðaþjónustu í Ólafsfirði

Ferðaþjónustu- og afþreyingaraðilar í Ólafsfirði tók sig saman á dögunum og héldu vinnufund undir yfirskriftinni Ólafsfjarðarkaffi. Markmið fundarins var að draga fram hugmyndir um m.a. hvað hægt er að gera til að auka sýnileika afþreyingar- og ferðaþjónustu í bænum. Stofnaður var stýrihópur til að vinna úr niðurstöðum fundarins og hefja undirbúning að næstu skrefum. Frábært framtak hjá Ólafsfirðingum.
Lesa meira

Akstur skólarútu í páskafríi Grunnskólans

Páskafrí hefst í Grunnskóla Fjallabyggðar að loknum skóladegi föstudaginn 23. mars. Fyrsti skóladagur eftir páska er þriðjudaginn 3. apríl nk.
Lesa meira

Umsóknir í Umhverfissjóð Íslenskra Fjallaleiðsögumanna

Umhverfissjóður Íslenskra Fjallaleiðsögumanna hefur opnað fyrir styrkumsóknir úr sjóðnum.
Lesa meira

Breyting á aðalskipulagi – Kleifar Ólafsfirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 15. mars sl. að leita umsagnar á skipulagslýsingu skv. 1. málsgrein, 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða breytingu á landnotkun og skilmálum um hverfisvernd fyrir byggðina á Kleifum í Ólafsfirði. Í lýsingu koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Skipulagslýsingin sem er sett fram í greinargerð verður til sýnis á tæknideild, í Ráðhúsi Fjallabyggðar og á heimasíðu sveitarfélagsins www.fjallabyggd.is.
Lesa meira

Tillaga að verndarsvæði í byggð – Þormóðseyri Siglufirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi 15. mars sl. að leggja fram tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um verndarsvæði í byggð innan þéttbýlisins á Siglufirði, sbr. 4. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Svæðið sem um ræðir er um 7.000m2 að stærð og afmarkast af Aðalgötu til suðurs, Norðurgötu til austurs, Eyrargötu til norðurs og Grundargötu til vesturs.
Lesa meira

Félagsmiðstöðin Neon í Fjallabyggð sigraði í hönnunarkeppninni Stíl

Þær Birna Björk Heimisdóttir, Cristina Silvia Cretu og Sunna Karen Jónsdóttir nemendur úr Grunnskóla Fjallabyggðar sigruðu í hönnunarkeppninni Stíl sem fram fór í íþróttahúsinu Digranesi þann 17. mars sl. Brynhildur R. Vilhjálmsdóttir kennari var þeim innan handar við undirbúning keppninnar.
Lesa meira

Auglýsing – íbúakosning um fræðslustefnu Fjallabyggðar

Íbúakosning um fræðslustefnu Fjallabyggðar sem samþykkt var í bæjarstjórn 18. maí 2017 fer fram laugardaginn 14. apríl 2018 Íbúakosningin lýtur sveitarstjórnarlögum nr.138/2011 og verður staðarkosning í tveimur kjördeildum, Ráðhúsi Fjallabyggðar og Menntaskólanum á Tröllaskaga.
Lesa meira

Bæjarstjórn samþykkir íbúakosningu um fræðslustefnu Fjallabyggðar

Á 547. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var samþykkt að íbúakosning um fræðslustefnu Fjallabyggðar fari fram þann 14. apríl 2017. Kosið verður í tveimur kjördeildum, þ.e. Ráðhúsi Fjallabyggðar og í húsnæði Menntaskólans á Tröllaskaga. Leitað var ráðgjafar Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri sem kom með tillögu að spurningu.
Lesa meira

Gildandi fræðslustefna - sömu námstækifæri í yngstu árgöngum

Gildandi fræðslustefna skapar aðstæður til sömu námstækifæra nemenda í yngstu árgöngum Eitt af markmiðum nýju fræðslustefnunnar er að bæta námsaðstæður nemenda þannig að grunnskólinn bjóði nemendum jöfn námstækifæri svo þeir nái sem bestum árangri miðað við eigin forsendur. Í ytra mati sem gert var haustið 2015 á Grunnskóla Fjallabyggðar var bent á að samræma þyrfti kennsluáætlanir barna innan hvers árgangs í yngri árgöngum.
Lesa meira

Viðburðir í Alþýðuhúsinu helgina 17. -18. mars

Helgina 17. – 18. mars verða tveir viðburðir í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Brák Jónsdóttir opnar sýningu í Kompunni 17. mars kl. 15.00 og Bergþór Morthens verður með kynningu á verkum sínum í Sunnudagskaffi með skapandi fólki 18. mars kl. 14.30.
Lesa meira