Fréttir & tilkynningar

Ólafsfirðingar vinna að sýnileika afþreyingar- og ferðaþjónustu í Ólafsfirði

Ferðaþjónustu- og afþreyingaraðilar í Ólafsfirði tók sig saman á dögunum og héldu vinnufund undir yfirskriftinni Ólafsfjarðarkaffi. Markmið fundarins var að draga fram hugmyndir um m.a. hvað hægt er að gera til að auka sýnileika afþreyingar- og ferðaþjónustu í bænum. Stofnaður var stýrihópur til að vinna úr niðurstöðum fundarins og hefja undirbúning að næstu skrefum. Frábært framtak hjá Ólafsfirðingum.
Lesa meira

Umsóknir í Umhverfissjóð Íslenskra Fjallaleiðsögumanna

Umhverfissjóður Íslenskra Fjallaleiðsögumanna hefur opnað fyrir styrkumsóknir úr sjóðnum.
Lesa meira

Breyting á aðalskipulagi – Kleifar Ólafsfirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti þann 15. mars sl. að leita umsagnar á skipulagslýsingu skv. 1. málsgrein, 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða breytingu á landnotkun og skilmálum um hverfisvernd fyrir byggðina á Kleifum í Ólafsfirði. Í lýsingu koma fram upplýsingar um forsendur, stefnu og fyrirhugað skipulagsferli. Skipulagslýsingin sem er sett fram í greinargerð verður til sýnis á tæknideild, í Ráðhúsi Fjallabyggðar og á heimasíðu sveitarfélagsins www.fjallabyggd.is.
Lesa meira

Tillaga að verndarsvæði í byggð – Þormóðseyri Siglufirði

Bæjarstjórn Fjallabyggðar samþykkti á fundi 15. mars sl. að leggja fram tillögu til mennta- og menningarmálaráðherra um verndarsvæði í byggð innan þéttbýlisins á Siglufirði, sbr. 4. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015. Svæðið sem um ræðir er um 7.000m2 að stærð og afmarkast af Aðalgötu til suðurs, Norðurgötu til austurs, Eyrargötu til norðurs og Grundargötu til vesturs.
Lesa meira

Félagsmiðstöðin Neon í Fjallabyggð sigraði í hönnunarkeppninni Stíl

Þær Birna Björk Heimisdóttir, Cristina Silvia Cretu og Sunna Karen Jónsdóttir nemendur úr Grunnskóla Fjallabyggðar sigruðu í hönnunarkeppninni Stíl sem fram fór í íþróttahúsinu Digranesi þann 17. mars sl. Brynhildur R. Vilhjálmsdóttir kennari var þeim innan handar við undirbúning keppninnar.
Lesa meira

Auglýsing – íbúakosning um fræðslustefnu Fjallabyggðar

Íbúakosning um fræðslustefnu Fjallabyggðar sem samþykkt var í bæjarstjórn 18. maí 2017 fer fram laugardaginn 14. apríl 2018 Íbúakosningin lýtur sveitarstjórnarlögum nr.138/2011 og verður staðarkosning í tveimur kjördeildum, Ráðhúsi Fjallabyggðar og Menntaskólanum á Tröllaskaga.
Lesa meira

Bæjarstjórn samþykkir íbúakosningu um fræðslustefnu Fjallabyggðar

Á 547. fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var samþykkt að íbúakosning um fræðslustefnu Fjallabyggðar fari fram þann 14. apríl 2017. Kosið verður í tveimur kjördeildum, þ.e. Ráðhúsi Fjallabyggðar og í húsnæði Menntaskólans á Tröllaskaga. Leitað var ráðgjafar Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Akureyri sem kom með tillögu að spurningu.
Lesa meira

Gildandi fræðslustefna - sömu námstækifæri í yngstu árgöngum

Gildandi fræðslustefna skapar aðstæður til sömu námstækifæra nemenda í yngstu árgöngum Eitt af markmiðum nýju fræðslustefnunnar er að bæta námsaðstæður nemenda þannig að grunnskólinn bjóði nemendum jöfn námstækifæri svo þeir nái sem bestum árangri miðað við eigin forsendur. Í ytra mati sem gert var haustið 2015 á Grunnskóla Fjallabyggðar var bent á að samræma þyrfti kennsluáætlanir barna innan hvers árgangs í yngri árgöngum.
Lesa meira

Viðburðir í Alþýðuhúsinu helgina 17. -18. mars

Helgina 17. – 18. mars verða tveir viðburðir í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Brák Jónsdóttir opnar sýningu í Kompunni 17. mars kl. 15.00 og Bergþór Morthens verður með kynningu á verkum sínum í Sunnudagskaffi með skapandi fólki 18. mars kl. 14.30.
Lesa meira

Tónlistarnám hluti af samfelldum skóladegi yngri nemenda

Eitt af markmiðum Fræðslustefnu Fjallabyggðar er að markvisst skuli unnið að því að auka samstarf við annað tómstundaframboð barna og ungmenna þannig að tónlistarnám geti verið hluti af samfelldum skóladegi. Með nýju fræðslustefnunni er mögulegt að starfrækja samþætt skóla- og frístundarstarf fyrir börn í 1.-4.bekk, svokallaða Frístund.
Lesa meira