Fréttir & tilkynningar

Tilkynning frá Tæknideild Fjallabyggðar og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra

Íbúar við Hlíðarveg, Hornbrekkuveg og Túngötu í Ólafsfirði þurfa að halda áfram að sjóða neysluvatn. Búið er að staðfesta að mengunin sé bundin við vatnsbólið í Brimnesdal og hefur Veitustofnun Fjallabyggðar einangrað bólið frá veitunni að undanskildum ofangreindum götum. Neysluvatn í öðrum götum en taldar eru upp hér að ofan er ómengað og því hæft til neyslu.
Lesa meira

Menningarminjadagar - Leiðsögn um rústir Evangerverksmiðjunnar

Menningarminjadagarnir eru haldnir ár hvert í þeim 50 löndum sem hlut eiga að Menningarsáttmála Evrópu. Allt frá Aserbæsjan í austri, til Portúgals í vestri og norður til Noregs. Markmið þessara daga er að vekja athygli og áhuga á ríkri og fjölbreyttri menningu þeirra samfélaga sem byggja álfuna. Þema ársins 2017 er „Minjar og náttúra“.
Lesa meira

ATH! Sjóða ber neysluvatnið í Ólafsfirði

Tilkynning frá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra. Staðfest hefur verið að sýni sem Heilbrigðiseftirlitið tók þann 5. október sl. á Ólafsfirði, innihéldu Escherichia coli (E. coli) gerla. Vatnsveitan á Ólafsfirði fær vatn úr 2 vatnsbólum þ.e. úr Múla og Brimnesdal. Niðurstaða sýnatöku gefur til kynna að vatnsbólið sem þjónar einkum nyrðri hluta bæjarins m.a. fiskvinnslunum á Ólafsfirði sé í lagi og vandinn sé bundinn við vatnsbólið í Brimnesdal. Flestar E. coli bakteríur eru skaðlitlar, en ef E. coli finnst í neysluvatni, þá bendir það til þess að hættulegar bakteríur geti leynst í vatninu. Íbúum er því ráðlagt sem varúðarráðstöfun að sjóða vatnið. Umhverfis- og tæknideild Fjallabyggðar hefur verið upplýst um málið og hefur nú þegar hafið vinnu við endurbætur.
Lesa meira

Opið fyrir umsóknir um styrki vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra

Þjónustuhópur í málefnum fatlaðra hjá Dalvíkurbyggð og Fjallabygg auglýsir opið fyrir umsóknir um styrki vegna námskostnaðar eða verkfæra- og tækjakaupa fatlaðra
Lesa meira

Fiskveiðiárið 2017/2018

Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2017/2018. Úthlutunin fer fram á grundvelli aflahlutdeilda að teknu tilliti til 5,3% frádráttar fyrir jöfnunaraðgerðir með sama hætti og á fyrra fiskveiðiári. Að þessu sinni er úthlutað 375.589 tonnum í þorskígildum talið samanborið við um 365.075 þorskígildistonn í fyrra, reiknað í þorskígildum fiskveiðiársins sem nú gengur í garð.
Lesa meira

Bleiki dagurinn 13. október 2017

Bleiki dagurinn verður haldinn hátíðlegur föstudaginn 13. október 2017 Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár í hinum bleika októbermánuði. Þennan dag hvetjum við alla landsmenn til að sýna samstöðu, klæðast bleiku og hafa bleikt í fyrirrúmi. Taktu föstudaginn 13. október frá! Föstudagurinn 13. október er Bleiki dagurinn. Hvernig væri nú að skipuleggja bleikt kaffiboð í vinnunni eða heima fyrir? Einnig er tilvalið að klæðast bleikum fötum í tilefni dagsins. Við hvetjum alla til að senda okkur skemmtilegar, bleikar myndir af sér og vinahópum eða vinnufélögum á netfangið bleikaslaufan@krabb.is og munum við birta þær hjá okkur á facebooksíðu Bleiku slaufunnar. Merkið myndirnar #bleikaslaufan Ef að fyrirtæki vilja styrkja Bleiku slaufuna þennan dag þá lumum við á ýmsum skemmtilegum hugmyndum hér .
Lesa meira

Skíðasvæðið Skarðsdal opnar þann 1. desember

Félagarnir á skíðasvæði Siglufjarðar, Skarðsdal, hafa ákveðið að opna skíðasvæðið þann 1. desember nk. Engin hækkun verður á lyftumiðum og vetrarkortum frá því í fyrra.
Lesa meira

Síldarminjasafnið hlaut Um­hverf­is­verðlaun Ferðamála­stofu

Um­hverf­is­verðlaun Ferðamála­stofu hafa verið veitt ár­lega frá ár­inu 1995 og var þetta því í 23. sinn sem þau voru af­hent en að þessu sinni hlaut Síldarminjasafnið ­verðlaunin fyr­ir fegr­un um­hverf­is og bætt aðgengi. Anita Elefsen safnstjóri og Örlygur Kristfinnsson forveri hennar tóku á móti verðlaununum á Ferðamálaþingi í Hörpu.
Lesa meira

Líkamsræktin á Siglufirði verður lokuð næstu helgi

Líkamsræktin á Siglufirði verður lokuð vegna bridge-móts eftirfarna daga: Föstudaginn 6. október, Laugardaginn 7. október Sunnudaginn 8. október Athugið að sundlaugin verður opin samkvæmt venju.
Lesa meira

Tökur hefjast á Ófærð 2 á Siglufirði

Tökur á annarri sjónvarpsþáttaröðinni af Ófærð hefjast á Siglufirði þann 14. október nk. Vinna við upptökur krefst m.a. þess að götum og bílastæðum verði lokað tímabundið og leikmynd verði komið upp þar sem hún þjónar tilgangi sögunnar. Þá hefur bæjarráð gefið sérstakt leyfi til þess að loka bílastæðum við ráðhústorg tímabundið, til þess að setja dautt fé á ráðhústorgið og til þess að fjarlægja málningu af stæði fyrir hreyfihamlaða við Ráðhúsið en það yrði málað aftur að upptökum loknum. Íbúar Fjallabyggðar verða upplýstir um gang mála í formi dreifibréfa og eða á samfélagsmiðlum meðan á tökum stendur.
Lesa meira