Fréttir & tilkynningar

Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2018 samþykkt

Síðari umræða um fjárhagsáætlun 2016 og þriggja ára áætlun 2017 - 2019 fór fram á fundi bæjarstjórnar 13. desember sl. Reiknað er með eftirfarandi forsendum í áætluninni: Áætlaður rekstrarafgangur bæjarsjóðs fyrir árið 2018 er 181 mkr.
Lesa meira

Fréttatilkynning frá Fjallabyggð

Áætlaður rekstrarafgangur bæjarsjóðs fyrir árið 2018 er 181 mkr. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Fjallabyggðar fyrir árið 2018 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi 13. desember 2017. Helstu niðurstöðutölur áætlunarinnar eru:
Lesa meira

153. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

153. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði 13. desember 2017 kl. 17.00
Lesa meira

Jólastund fyrir eldri borgara

Lesa meira

Jólakvöld í miðbæ Ólafsfjarðar

Föstudagskvöldið 8. desember verður hið árlega jólakvöld haldið í miðbæ Ólafsfjarðar. Hefst það kl. 19:30 og stendur fram eftir kvöldi. Þá verður miðbærinn lokaður fyrir umferð ökutækja og hluti Aðalgötunar gerður af göngugötu.
Lesa meira

Ágæti eldri borgari í Ólafsfirði

Í tilefni þess að ráðinn hefur verið starfsmaður til þess að halda utan um og efla félagsstarf/dagþjónustu fyrir eldri borgara í Ólafsfirði er þér/ykkur boðið á kynningu á innanhúss Krullu í Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar í Ólafsfirði, miðvikudaginn 6. desember kl. 11.00. Leiðbeinandi verður Hallgrímur Valsson.
Lesa meira

Nýsköpun í ferðaþjónustu á Norðurlandi - Startup Tourism

Verið velkomin á kynningarfund Startup Tourism á Norðurlandi 6. desember nk. á Hótel Kea, Hafnarstræti 87-89 Akureyri Ert þú með nýja viðskiptahugmynd á sviði ferðaþjónustu? Taktu næsta skref með Startup Tourism!
Lesa meira

1. desember keyrsla Þjóðskrár Íslands

Vakin er athygli á því að 1. desember keyrsla Þjóðskrár Íslands, sem íbúaskrá byggir á, verður gerð þriðjudaginn 19. desember. Allar breytingar sem á að skrá í þjóðskrá og hafa gildisdagsetningu 1. desember (flutningsdagur) eða fyrr, þurfa að berast eigi síðar en fimmtudaginn 14. desember. Berist flutningstilkynningar til Þjóðskrár Íslands með rafrænum máta, hvort sem það er frá einstaklingum eða sveitarfélögum, þá er flutningurinn skráður eigi síður en næsta virka dag. Sérstaklega þarf því að hafa í huga að senda flutningstilkynningar á pappír til Þjóðskrár Íslands í tíma fyrir 1. desember keyrsluna.
Lesa meira

Aðventu- og jóladagskrá Fjallabyggðar

Í dag þriðjudaginn 28. nóvember verður aðventu- og jóladagatali dreift í hvert hús í Fjallabyggð þar sem fram koma upplýsingar um helstu viðburði í bæjarfélaginu á komandi aðventu. Tilvalið er að hengja dagatalið upp.
Lesa meira

Sorp­hirðan í Fjallabyggð biður íbúa um að moka frá sorptunn­um

Vegna mikils fannfergis undanfarið hefur gengið illa að hreinsa sorp frá húsum í bænum. Þeim tilmælum er þvi beint til húseigenda í Fjallabyggð að moka frá sorptunnum hjá sér svo hægt verði að hirða sorp frá heimilum. Næsti sorphirðudagur er í dag þriðjudaginn 28. nóvmeber. Íbúar þurfa því að moka frá sorptunnunum og hafa greiða leið að þeim fyrir þá sem koma og losa þær. Ef aðgengi að sorptunn­um er slæmt og íbú­ar hafa ekki sinnt því að greiða götu starfs­fólks sorp­hirðunn­ar, verða tunnur ekki tæmdar.
Lesa meira