Fréttir & tilkynningar

Öskudagsskemmtun í Fjallabyggð - Íþróttamiðstöðin í Ólafsfirði

Öskudagsskemmtun í Fjallabyggð verður haldin í Íþróttamiðstöðinni, Ólafsfirði kl. 14:00-15:00 í dag. Kötturinn sleginn úr tunnunni Leikjabraut fyrir yngstu börnin Foreldrafélag Leifturs
Lesa meira

5 umsóknir um nýtt starf deildarstjóra

Á fundi bæjarráðs í dag þann 28. febrúar voru lagðar fram umsóknir umsækjenda um starf deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar. Umsóknarfrestur rann út 27. febrúar sl. og bárust 5 umsóknir um starfið.
Lesa meira

Blak spilað í Fjallabyggð um helgina

Alls voru 136 blakleikir spilaðir í Fjallabyggð um helgina þegar Sigló Hótel - Benecta mótið 2017 var haldið. Samtals spiluðu 53 lið 136 blakleiki en mótinu lauk síðdegis í gær laugardag með verðlaunaafhendingu í Bátahúsinu.
Lesa meira

Frábær árangur Fjallabyggðar - Allir lesa

Úrslitin í Allir lesa 2017 ljós. Þátttakendur lásu í samtals 43.567 klukkustundir, eða sem samsvarar um fimm árum! Liðakeppnin var æsispennandi að vanda og hafa fjölbreytt lið víðsvegar að af landinu raðað sér í efstu sætin. Í Fjallabyggð var meðallestur á þátttakenda heilar 49,4 klukkustundir, eða sem nemur rúmum tveimur sólarhringum á mann. Varð þessi frábæri árangur til þess að Fjallabyggð hafnaði í 2. sæti á eftir Strandabyggð.
Lesa meira

Uppbygging nýrra áfangastaða - sóknarfæri í ferðaþjónustu

Ráðstefna um ferðaþjónustu Fjallabyggðar, fimmtudaginn 9. mars í Tjarnarborg Ólafsfirði Ráðstefnan hefst klukkan 11:30 og stendur til 15:10
Lesa meira

Spinning - spinning

• Spinning í Íþróttamiðstöðinni í Ólafsfirði á mánudögum 06:30 og miðvikudögum kl. 17.00 og á auglýstum tíma á laugardögum kl. 10:00 • Spinning í Íþróttamiðstöðinni á Siglufirði á þriðjudögum kl. 17:00 og föstudögum kl. 12:15 Panta þarf hjól fyrir hvern tíma með því að hringja í síma 464-9250 á Ólafsfirði og í síma 464-9170 á Siglufirði. Athugið að ný gjaldskrá hefur tekið gildi. Stakur tími er á 1.350 kr. og 10 miða kort á 10.000 kr. Kennari er Harpa Hlín Jónsdóttir.
Lesa meira

Eyrarrósin 2017 afhent

Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík hafa undirritað samkomulag um Eyrarrósina til næstu 4 ára. Með Eyrarrósinni er sjónum beint að að framúrskarandi menningarverkefnum á starfssvæði Byggðastofnunar, þ.e. utan höfuðborgarsvæðisins. Eyrarrósin vekur athygli á og hvetur til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Verkefnið verður með líku sniði og verið hefur allt frá stofnun þess árið 2005, en þó hefur sú breyting verið gerð að verðlaunaféð er nú hækkað í 2 mkr. Auk þess fá þeir tveir sem að auki eru tilnefndir til verðlaunanna 500 þkr. hver.
Lesa meira

Hvenær er besti tími dagsins til þess að ala upp barn?

Fundur fyrir foreldra/forráðamenn í Fjallabyggð þann 22. febrúar kl. 19.30 í Tjarnarborg, Ólafsfirði.
Lesa meira

Fræðslustefna Fjallabyggðar - til kynningar

Fræðslustefna Fjallabyggðar Kraftur – Sköpun – Lífsgleði Formáli Í febrúar 2016 var ákveðið af fræðslu- og frístundanefnd að setja á laggirnar vinnuhóp til að koma að endurskoðun á Fræðslustefnu Fjallabyggðar sem samþykkt var af þáverandi bæjarstjórn árið 2009. Í vinnuhópnum hafa verið; Jónína Magnúsdóttir skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar, Olga Gísladóttir skólastjóri Leikskóla Fjallabyggðar, Magnús Ólafsson skólastjóri Tónlistarskólans á Tröllaskaga, Lára Stefánsdóttir skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga, Kristín Brynhildur Davíðsdóttir kennari við Grunnskóla Fjallabyggðar, Vibekka Arnardóttir leikskólakennari og Sæbjörg Ágústsdóttir formaður fræðslu- og frístundanefndar. Starfsmaður vinnuhópsins var Kristinn J. Reimarsson deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála. Vinnuhópurinn hefur haldið fundi auk þess sem samvinna hefur farið fram á netinu. Haft var opið samráð við íbúa í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook þar sem settar voru fram spurningar og vangaveltur um skólamál í Fjallabyggð. Síðan var með mikinn lestur og athugasemdir við innleggin.
Lesa meira

Alþýðuhúsið valið á Eyrarrósarlistann 2017

Sex ólík menn­ing­ar­verk­efni á lands­byggðinni hafa verið val­in á Eyr­ar­rós­arlist­ann 2017 og eiga þar með mögu­leika á að hljóta Eyr­ar­rós­ina í ár og er Alþýðuhúsið á Sigluf­irði undir stjórn Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur eitt af þeim. Alls bár­ust 37 um­sókn­ir um Eyr­ar­rós­ina, hvaðanæva af land­inu..
Lesa meira