Fréttir & tilkynningar

Ljósmyndasýning í Saga-Fotografia á Siglufirði - opnun 17. júní

Þann 17. júní verður opnuð sýning með ljósmyndum Björns Valdimarssonar í Saga-Fotografia ljósmyndasögusafninu á Siglufirði. Sýndar verða myndir úr þrem seríum sem Björn hefur unnið að síðustu árin. FÓLKIÐ Á SIGLÓ, sem byggir á myndum af fólki sem tengist Siglufirði. LÍFIÐ Á SAUÐANESI er með myndum frá bænum Sauðanesi við Siglufjörð. Auk hefðbundinna bústarfa eru hjónin þar meðal annars með vitaeftirlit, veðurathuganir og hestaleigu. Þriðja myndaröðin nefnist MINNISVARÐAR og er hún með myndum af eyðibýlum, öðrum mannvirkjum og gömlum farartækjum í landslaginu á Norðulandi sem flest eiga það sameiginlegt að vera að eyðast og smám saman að verða hluti af náttúrunni. Sýningin verður opin á opnunartíma safnsins kl. 13:00 til 16:00 nú í sumar. Hægt er að semja um aðra skoðunartíma fyrir hópa.
Lesa meira

Ársreikningur Fjallabyggðar 2016

Ársreikningur Fjallabyggðar 2016 er nú aðgengilegur.
Lesa meira

Flokkun sorps í Fjallabyggð - alltaf má gera betur

Það er allra hagur að íbúar vandi flokkun heimilssorps í Fjallabyggð. Íbúar Fjallabyggðar eru minntir á og hvattir til að vanda flokkun á sorpi betur en töluvert hefur borið á rangri flokkun og þá helst varðandi flokkun lífræns úrgangs sem fara á í brúnu tunnuna.
Lesa meira