Fréttir & tilkynningar

Átak til kaupa á KÁT Töfrateppi

Átaki hefur verið hrundið af stað til kaupa á KÁT töfrateppi fyrir skíðasvæði Siglufjarðar í þeim tilgangi að auðvelda börnum og byrjendum aðgang að skíðasvæðinu. Fyrir þessu góða átaki stendur Anna Marie Jónsdóttir og fjölskylda en fjölskylda hennar hefur alla tíð haft mikinn áhuga á skíðaiðkun. Í tilefni af 60 ára afmæli Önnu Maríe í sumar var hrundið af stað átaki til að safna fyrir töfrateppinu. Stofnað var félag um KÁT, kaup á töfrateppi og lét fjölskyldan nokkuð af mörkum, auk þess sem fjöldi einstaklinga og nokkur fyrirtæki styrktu verkefnið. Áætlaður kostnaður með uppsetningu er um 10 milljónir króna og þegar þetta er ritað hafa safnast um 20% þess sem til þarf. Félaginu er stýrt af þriggja manna stjórn og fjármunum sem safnast til kaupa á búnaðinum. Leitað er til samfélagsins alls og eru öll framlög vel þegin Reikningsnúmerið er: 0348-13-300108, kt. 470417-1290.
Lesa meira

Bæjarlistamaður Fjallabyggðar 2018

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar auglýsir eftir umsóknum og/eða rökstuddum ábendingum um bæjarlistamann Fjallabyggðar 2018. Nafnbótin bæjarlistamaður getur hlotnast einstökum listamanni eða hópi.
Lesa meira

Seinni kattahreinsun

Dýralæknir verður í Fjallabyggð sem hér segir: Áhaldahúsinu Siglufirði mánudaginn 13. nóvember kl. 16-18 Áríðandi að allir kettir séu hreinsaðir!
Lesa meira

151. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

151. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði 15. nóvember 2017 kl. 17.00
Lesa meira

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra auglýsir eftir umsóknum

Hlutverk sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni. Auk þess veitir sjóðurinn stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og miðast styrkveitingar við árið 2018. Opnað verður fyrir umsóknir og umsóknarfrestur er til og með kl. 29. nóvember nk.
Lesa meira

Neysluvatnið í Ólafsfirði er hæft til neyslu

Staðfest er að sýni sem Heilbrigðiseftirlitið tók af neysluvatni, þann 1. nóvember sl. í Ólafsfirði; í annars vegar vatnstanki Brimnesdals og hins vegar Hornbrekku, voru fullnægjandi sbr. reglugerð um neysluvatn nr. 536/2001. Óverulegt frávik var í sýni sem tekið var úr neysluvatni Múlalindar. Það er því ljóst að þær endurbætur sem unnið hefur verið við á sl. vikum hafa skilað tilætluðum árangri og ekki er lengur þörf á að sjóða neysluvatnið. Vinna stendur yfir við að koma fyrir útfjólublárri geislun á neysluvatnið, sem tryggir fullkomið öryggi og gæði.
Lesa meira

Kynningarfundur um Norrænu Strandmenningarhátíðina

Kynningarfundur með íbúum, þjónustuaðilum, verslunareigendum, fulltrúum atvinnulífs, félagasamtaka og annarra samtaka í Fjallabyggð vegna Norrænu strandmenningarhátíðarinnar.
Lesa meira