Fréttir & tilkynningar

Nýsköpun í ferðaþjónustu á Norðurlandi - Startup Tourism

Verið velkomin á kynningarfund Startup Tourism á Norðurlandi 6. desember nk. á Hótel Kea, Hafnarstræti 87-89 Akureyri Ert þú með nýja viðskiptahugmynd á sviði ferðaþjónustu? Taktu næsta skref með Startup Tourism!
Lesa meira

1. desember keyrsla Þjóðskrár Íslands

Vakin er athygli á því að 1. desember keyrsla Þjóðskrár Íslands, sem íbúaskrá byggir á, verður gerð þriðjudaginn 19. desember. Allar breytingar sem á að skrá í þjóðskrá og hafa gildisdagsetningu 1. desember (flutningsdagur) eða fyrr, þurfa að berast eigi síðar en fimmtudaginn 14. desember. Berist flutningstilkynningar til Þjóðskrár Íslands með rafrænum máta, hvort sem það er frá einstaklingum eða sveitarfélögum, þá er flutningurinn skráður eigi síður en næsta virka dag. Sérstaklega þarf því að hafa í huga að senda flutningstilkynningar á pappír til Þjóðskrár Íslands í tíma fyrir 1. desember keyrsluna.
Lesa meira

Aðventu- og jóladagskrá Fjallabyggðar

Í dag þriðjudaginn 28. nóvember verður aðventu- og jóladagatali dreift í hvert hús í Fjallabyggð þar sem fram koma upplýsingar um helstu viðburði í bæjarfélaginu á komandi aðventu. Tilvalið er að hengja dagatalið upp.
Lesa meira

Sorp­hirðan í Fjallabyggð biður íbúa um að moka frá sorptunn­um

Vegna mikils fannfergis undanfarið hefur gengið illa að hreinsa sorp frá húsum í bænum. Þeim tilmælum er þvi beint til húseigenda í Fjallabyggð að moka frá sorptunnum hjá sér svo hægt verði að hirða sorp frá heimilum. Næsti sorphirðudagur er í dag þriðjudaginn 28. nóvmeber. Íbúar þurfa því að moka frá sorptunnunum og hafa greiða leið að þeim fyrir þá sem koma og losa þær. Ef aðgengi að sorptunn­um er slæmt og íbú­ar hafa ekki sinnt því að greiða götu starfs­fólks sorp­hirðunn­ar, verða tunnur ekki tæmdar.
Lesa meira

152. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar

152. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar Siglufirði 29. nóvember 2017 kl. 17.00
Lesa meira

Ljósin tendruð á jólatrjánum í Fjallabyggð

Jólastemning í Ólafsfirði laugardaginn 2. desember
Lesa meira

Menningarhúsið Tjarnarborg - fyrsta helgi í aðventu

Dagskrá Tjarnarborgar helgina 1. - 3. desember 2017
Lesa meira

Svæðisfundur Arctic Coast Way í Fjallabyggð

Hefur þú áhuga á að taka þátt í að móta nýtt og spennandi verkefni á Norðurlandi? Svæðisfundur fyrir Fjallabyggð verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar 30. nóvember nk., kl. 17-18:30. Markmið fundarins er að draga fram það besta sem svæðið hefur upp á að bjóða í fjórum flokkum:
Lesa meira

Sólarferð Leikfélags Fjallabyggðar í Tjarnarborg

Leikfélag Fjallabyggðar frumsýndi gamanleikinn Sólarferð eftir Guðmund Steinsson í leikstjórn Ingrid Jónsdóttur, þann 10. nóvember sl. Alls taka sjö leikarar ásamt fjölmörgum öðrum þátt í sýningunni.
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu í dag

Dagur íslenskrar tungu er í dag 16. nóvember, fæðingardagur rómantíska skáldsins Jónasar Hallgrímssonar en hann fæddist árið 1807 og því eru 210 ár frá fæðingardegi hans í dag. Jónas var ekki bara skáld, hann var líka náttúrfræðingur og rannsakaði íslenska náttúru en hann lauk námi sínu í náttúruvísindum frá Hafnarháskóla vorið 1838. Hann var einnig einn af Fjölnismönnum sem störfuðu í Kaupmannahöfn og gáfu út ritið Fjölni, hann þýddi mikið á íslensku og var mikill nýyrðasmiður.
Lesa meira