Fréttir & tilkynningar

Framkvæmdir hafnar

Framkvæmdir eru hafnar við stækkun húsnæðis líkamsræktarinnar í Ólafsfirði. Stækunnin felur í sér að byggð verður viðbygging við núverandi húsnæði, samtals um 102 m2. Sömuleiðis verða gerðar endurbætur á eldra húsnæði líkamsræktarinnar með uppsetningu á nýju loftræstikerfi fyrir allt húsið. Verklok eru áætluð 30. desember nk.
Lesa meira

Ertu klár í Útsvar ?

Fjallabyggð hefur enn á ný borist boð frá RÚV um að senda lið til keppni í árlegann sjónvarpsþátt þar sem 24 sveitarfélög keppa sín á milli í spurningaleik. Þau átta lið sem komust í fjórðungsúrslit síðasta vetur eru sjálfskrafa með þennan veturinn. Hin sextán voru dregin út eftir stærð sveitarfélaganna og Fjallabyggð var eitt þeirra sveitarfélaga sem var dregið úr pottinum fyrir komandi vetur. Þetta árið hefst keppni föstudaginn 9. september n.k.
Lesa meira

Berjadagar 2016, tónlistarhátíð í Ólafsfirði haldin í 18. sinn

Í ár eru liðin 105 ár frá fæðingu Sigursveins D. Kristinssonar tónskálds og uppeldisfrömuðar frá Ólafsfirði. Sönglög hans voru hljóðrituð á tvöfaldan hljómdisk á 100 ára afmæli hans árið 2011 og var útgáfan tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna. Þetta lyfti hulunni af þessum sönglagasjóði og gerði hann aðgengilegan öllum sem vilja kynnast heillandi hljóðheimi Sigursveins. Tónlistarhátíðin Berjadagar 2016 er tileinkuð verkum hans og mun dagskráin endurspegla það.
Lesa meira

Besti síldarrétturinn

Rauðka og Síldarævintýrið á Siglufirði efndu til uppskriftasamkeppni um besta síldarréttinn á Síldarævintýrinu 2016.
Lesa meira

Fjölskylduleikur Síldarævintýris á Siglufirði

Dregið hefur verið í Hurðarleiknum„hver býr hér“ sem fram fór á Siglufirði yfir verslunarmannahelgina.
Lesa meira

Aukning í gestakomum til Fjallabyggðar

Á upplýsingamiðstöðinni hefst skráning ferðamanna 15. maí og lýkur henni 30. september ár hvert.
Lesa meira

Vegurinn upp í Siglufjarðarskarð hefur verið opnaður

Vert er að benda áhugasömum á að búið er að opna veginn í Siglufjarðarskarð.
Lesa meira

Vel heppnað Síldarævintýri

Samkvæmt venju var haldið Síldarævintýri á Siglufirði um Verslunarmannahelgina. Þetta var í 26. skipti sem hátíðin er haldin og þrátt fyrir dræma aðsókn tókust hátíðarhöldin mjög vel.
Lesa meira

Frístundaakstur í ágúst 2016

Vakin er athygli á því að aksturstafla vegna frístundaakstur milli byggðakjarna hefur tekið breytingum.
Lesa meira

Síldarævintýri - dagskrá sunnudags

Dagskrá Síldarævintýris sunnudaginn 31. júlí verður sem hér segir:
Lesa meira