Fréttir & tilkynningar

KEA auglýsir eftir umsóknum í Menningar- og viðurkenningarsjóð

KEA hefur nú auglýst eftir umsóknum í Menningar- og viðurkenningarsjóð fyrirtækisins. Styrkúthlutun tekur til eftirfarandi flokka:
Lesa meira

Fjöldi heimsókna í Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar

Fjöldi heimsókna í Upplýsingamiðstöðvar Fjallabyggðar frá maí til og með september voru 2.332 sem er 27% aukning miðað við sama tíma í fyrra.
Lesa meira

136. fundur bæjarstjórnar

136. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði 12. október 2016 kl. 17.00
Lesa meira

Starfsemi NEON

Starfsemi félagsmiðstöðvarinnar NEON fór af stað í byrjun september. Líkt og undanfarin ár verður starfið bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði. Vegna starfsemi KF í húsinu í Ólafsfirði og eins viðhaldsframkvæmda sem farið var í mun starfið í Ólafsfirði ekki hefjast fyrr en í næstu viku.
Lesa meira

Eldbarnið fyrir nemendur á miðstigi Grunnskóla Fjallabyggðar

Í hádeginu í dag þann 5. október sýndi Möguleikhúsið leikritið Eldbarnið í Menningarhúsinu Tjarnarborg fyrir nemendur á miðstigi Grunnskóla Fjallabyggðar. Var þetta liður í barnamenningarverkefninu List fyrir alla.
Lesa meira

Laus er til umsóknar eftirfarandi íbúð í Skálarhlíð

Lausar eru til umsóknar eftirtaldar íbúðir í Skálarhlíð: Laus er til umsóknar íbúð 003 í Skálarhlíð. Íbúðin er á jarðhæð 27fm. Íbúðinni fylgir geymsla 7,3fm. Allar nánari upplýsingar um íbúðina gefur Helga Hermannsdóttir í símum 467-1147 og 898-1147. Umsóknareyðurblöð er hægt að fá á heimasíðu fjallabyggðar,Skálarhlíð og Bæjarskrifstofu.
Lesa meira

Niðurrif hússins við Kirkjuveg 4 í Ólafsfirði

Á fundi bæjarráðs þann 15. desember 2015 var ákveðið að húsið við Kirkjuveg 4 í Ólafsfirði yrði rifið og eru framkvæmdir komnar vel á veg.
Lesa meira

Nýr viðlegukantur Bæjarbryggjunnar á Siglufirði var formlega vígður

Nýr viðlegukantur Bæjarbryggjunnar á Siglufirði var formlega vígður föstudaginn 30. september. Innanríkisráðherra, Ólöf Nordal, klippti á borða og opnaði mannvirkið formlega til notkunar.
Lesa meira

Hannyrðakvöldin að hefjast í bókasafninu á Siglufirði

Nú fara hannyrðakvöldin í Bókasafni Fjallabyggðar á Siglufirði að hefjast eftir sumarfrí. Fyrsti hittingur er í kvöld þriðjudaginn 4. október frá kl. 20:00-22:00 Eins og áður verða þau annan hvern þriðjudag fram að jólum.
Lesa meira

Skólaakstur - lagfæring á brottfarartíma frá Ólafsfirði

Vakin er athygli á því að örlítil lagfæring verður gerð á brottfarartíma skólarútunnar frá Ólafsfirði og gildir hún frá og með 3. október nk. Frá Ólafsfirði kl. 13.30 í stað 13:20 eins og auglýst hefur verið Engar aðrar breytingar eru á tímatöflu skólarútunnar.
Lesa meira