Fréttir & tilkynningar

Vel heppnaðir Trilludagar

Trilludagar voru haldnir í fyrsta skipti á Siglufirði nú um helgina. Trilludagar eru undanfari Síldarævintýris sem verður um Verslunarmannahelgina. Trilludagar voru skipulagðir í samvinnu við Rauðku sem gera út bátinn Steina Vigg á sjóstöng og trillueigendur.
Lesa meira

Listasmiðja fyrir börn og aðstandendur

Um verslunarmannahelgina verður í boði listasmiðja fyrir börn og aðstandendur við Alþýðuhúsið á Siglufirði laugardaginn 30. júlí kl. 14:00 – 16:00 - EF VEÐUR LEYFIR.
Lesa meira

Anna Ósk – Sunnudagskaffi með skapandi fólki

Anna Ósk Erlingsdóttir verður með erindi á Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði, sunnudaginn 31. júlí kl. 15:30 – 16:30.
Lesa meira

Listhúsið í Ólafsfirði tekur þátt í Listasumri á Akureyri

Listhúsið í Ólafsfirði tekur þátt í Listasumri á Akureyri með prógrammið Olafsfjordur Impression sem útleggja má sem hughrif Ólafsfjarðar. Sýndar verða fjórar stuttmyndir frá listafólki sem dvalið hefur í Listhúsinu í Ólafsfirði.
Lesa meira

Strandblaksmót Sigló hótels

Einn af dagskrárliðum Síldarævintýris er strandblaksmót sem Blakfélag Fjallabyggðar stendur fyrir í samvinnu við Sigló hótel. Mótið fer fram laugardaginn 30.júlí (ef skráning fram fram úr væntingum munu við nýta föstudaginn eða sunnudaginn til að spila líka).
Lesa meira

Húlladúllan í Fjallabyggð

Húlladúllan (Unnur María Bergsveinsdóttir) elskar að húlla! Hún skemmtir á stærri sem smærri viðburðum, kennir stórum sem smáum að húlla og gerir frábæra húllahringi.
Lesa meira

Tónleikar í Siglufjarðarkirkju

Anna Jónsdóttir, sópransöngkona heldur tónleika í Siglufjarðarkirkju, sunnudaginn 24. júlí klukkan 17:00. Þar mun hún syngja íslensk þjóðlög.
Lesa meira

Tónleikar og sögustund

Tónleikar og sögustund með Sinead Kennedy í Alþýðuhúsinu 21. júlí kl. 20:00
Lesa meira

Gönguhátíð

Í tengslum við Trilludaga, Síldardaga og Síldarævintýrið verður boðið upp á nokkrar gönguferðir í samstarfi við Gest Hansson og hans fyrirtæki Top Mountaineering. Gönguleiðirnar eru miserfiðar en ættu flestir að finna leiðir við hæfi.
Lesa meira

Samkeppni um besta Síldarréttinn

Rauðka og Síldarævintýrið á Siglufirði efna til uppskriftakeppni um besta síldarréttinn á Síldarævintýrinu 2016. Sérstök dómnefnd velur tvær bestu uppskriftirnar.
Lesa meira