Fréttir & tilkynningar

Páskabingó

PÁSKABINGÓ verður haldið á Allanum sunnudaginn 20. mars kl. 15:00
Lesa meira

Vatnsskipti og þrif á sundlauginni Ólafsfirði

Vegna vatnsskipta og þrifa á sundlauginni í Ólafsfirði verður ekki hægt að synda í henni eftir kl.17:00 sunnudaginn 13. mars. Opið verður í potta til kl. 18:00. Ekki verður hægt að synda í lauginni mánudaginn 14. mars en opið verður í líkamsrækt og potta.
Lesa meira

Aðalheiður hlaut Menningarverðlaun DV

Í gær, miðvikudaginn, 9. mars, voru Menningarverðlaun DV fyrir árið 2015 afhent við hátíðlega athöfn í Iðnó. Þetta er í 37. skipti sem menningarverðlaun blaðsins eru afhent. Í ár voru verðlaunin veitt í níu flokkum auk þess sem forseti Íslands veitti sérstök heiðursverðlaun og sigurvegari úr netkosningu var verðlaunaður með lesendaverðlaunum DV.is
Lesa meira

128. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar

128. fundur Bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsinu, Gránugötu 24 Siglufirði, 9. mars 2016 og hefst kl. 17:00
Lesa meira

Síldin kemur og síldin fer, frumsýning 11. mars

Leikfélag Fjallabyggðar frumsýnir leikverkið Síldin kemur og síldin fer eftir Kristínu og Iðunni Steinsdætur í leikstjórn Guðmundar Ólafssonar föstudaginn 11. mars kl. 20:00. Sýnt er í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði.
Lesa meira

Uppskerutónleikar Tónskóla Fjallabyggðar

Uppskerutónleikar Tónskóla Fjallabyggðar voru haldnir í Tjarnarborg fimmtudaginn 3. mars kl. 17:00. Níu tónlistaratriði með um 30 nemendum voru á dagskrá og kepptust þau um að komast áfram á svæðistónleika Nótunnar í Hofi Akureyri þann 11. mars nk.
Lesa meira

Alþýðuhúsið, sunnudagskaffi með skapandi fólki

Nú eru að hefja göngu sína viðburður í Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem nefnist sunnudagskaffi með skapandi fólki. Fyrsta sunnudag í hverjum mánuði verður fólk frá ýmsum stöðum í samfélaginu með klukkutíma erindi. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera skapandi í sínu starfi eða áhugamáli. Um er að ræða fyrirlestra, gjörninga, kynningar og spjall yfir kaffibolla.
Lesa meira

Ég læt til leiðast, sýning í Kompunni

Laugardaginn 5. mars kl. 15.00 opnar Brynhildur Kristinsdóttir sýninguna ÉG LÆT TIL LEIÐAST í Kompunni Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sýningin stendur til 20. mars.
Lesa meira

Birna Björk sigraði Stóru upplestrarkeppnina

Miðvikudaginn 2. mars fór fram lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk í Bergi þar sem 2 nemendur úr Árskógarskóla, 3 nemendur úr Grunnskóla Fjallabyggðar og 4 nemendur úr Dalvíkurskóla kepptu í upplestri. Keppendur fyrir hönd Grunnskóla Fjallabyggðar voru Birna Björk Heimisdóttir, Eyjólfur Svavar Sverrisson og Tinna Elísa Guðmundsdóttir og stóðu þau sig öll vel. Reyndar stóðu allir nemendur stóðu sig með pýði og var þetta hin hátíðlegasta stund.
Lesa meira

Viðburðaskrá fyrir páska

Sjálfstæðisflokkurinn í Fjallabyggð ætlar að gefa út viðburðarskrá fyrir páskana, um er að ræða skrá yfir viðburði, skemmtanir, þjónustu og þess háttar. Þeir aðilar sem bjóða upp á þjónustu eða afþreyingu fyrir íbúa og gesti Fjallabyggðar býðst nú að auglýsa þjónustu sína í viðburðarskrá sem verður borin í öll hús sveitarfélagsins.
Lesa meira