Fréttir & tilkynningar

Dóbía af öðrum heimi

Brák Jónsdóttir, í samstarfi við Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, er skipuleggjandi verkefnisins sem stendur frá 12. - 15. nóvember 2015, í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sextán listamenn vinna að ólíkum miðlum, til að skapa ímyndaðan hugarheim út frá smásögu eftir Viktoríu Blöndal, sögumann sýningarinnar. Opnun verður laugardaginn 14. nóvember (frá kl. 16.00 - 20.00) og verður sýningargestum boðið að upplifa margþættan og kyngimagnaðan túr um Dóbíuna. Athugið að sýningin stendur aðeins þennan eina eftirmiðdag.
Lesa meira

Sölusýning á listaverkum

Sölusýning verður á listaverkum í Pálshúsi/Árnahúsi laugardaginn 14. nóvember og sunnudaginn 15. nóvember, frá 14:00 til 17:00
Lesa meira

Tímabundin breyting á skólaakstri

Vakin er athygli á því að akstur skólarútunnar breytist á morgun, fimmtudaginn 12. og föstudaginn 13. nóvember og verður sem hér segir:
Lesa meira

Jólamarkaður í Tjarnarborg

Í tengslum við tendrun jólatrés í Ólafsfirði laugardaginn 28. nóvember verður haldinn jólamarkaður í og við Menningarhúsið Tjarnarborg milli kl. 13:00 - 16:30.
Lesa meira

Haustfundur AFE - Vaxandi vegur, aukin tækifæri í ferðaþjónustu

Fimmtudaginn 12. nóvember stendur Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar fyrir haustfundi þar sem til umræðu er aukin tækifæri í ferðaþjónustu. Fundurinn hefst kl. 16:00 í Menningarhúsinu Hofi.
Lesa meira

123. fundur í Bæjarstjórn Fjallabyggðar

123. fundur bæjarstjórnar Fjallabyggðar verður haldinn í Ráðhúsi Fjallabyggðar Siglufirði 11. nóvember 2015 kl. 17:00
Lesa meira

Aukafundur í bæjarstjórn

Boðað er til aukafundar í Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 122
Lesa meira

Fækkun gistinátta á tjaldsvæðum Fjallabyggðar

Á fundi markaðs- og menningarnefndar í gær voru lagðar voru fram skýrslur rekstraraðila tjaldsvæða Fjallabyggðar sumarið 2015. Á Siglufirði voru gistinætur 3.673 sem eru tæplega 1.200 færri en sumarið 2014. Í Ólafsfirði voru gistinætur 227 á móti 795 sumarið 2014.
Lesa meira

Hundahreinsun!

Dýralæknir verður í Fjallabyggð sem hér segir:
Lesa meira

Vilja Listhúsið í Ólafsfirði undir félagsmiðstöð

Líkt og greint var frá hér á heimasíðunni um daginn hefur Ungmennaráð Fjallabyggðar tekið til starfa eftir nokkurt hlé. Í gær var fundur í ráðinu og var m.a. rætt um afþreyingu fyrir unglinga, framtíðarhúsnæði fyrir félagsmiðstöðina Neon, kvikmyndasýningar í Tjarnarborg, líkamsræktaraðstöðu bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði, unglingastarf í hestamannafélögum ofl.
Lesa meira