Fréttir & tilkynningar

Dagskrá Hreyfiviku í Fjallabyggð

Hreyfivikan, eða Move Week, er partur af alþjóðlegri herferð sem hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum til að bæta heilsuna.
Lesa meira

Sundkeppni sveitarfélaganna

Í tilefni af Hreyfiviku UMFÍ hafa fjölmörg sveitarfélög á landinu skorað á hvert annað í sundkeppni. Keppnin fer fram dagana 21. - 27. september, báðir dagar meðtaldir.
Lesa meira

Sundlaugin Ólafsfirði lokar í dag og á morgun

Vegna viðgerða verður að loka sundlauginni í Ólafsfirði í dag, fimmtudag, frá kl.17:00. Lokað verður einnig á morgun, föstudaginn 18. september. Venjuleg opnun laugardaginn 19. sept. kl.10:00 – 14:00
Lesa meira

Blóðbankabíllinn á ferðinni

Blóðbankabílinn verður við Ráðhústorgið á Siglufirði mánudaginn 21. september frá kl. 15:00 - 18:00. Allir velkomnir. Blóðgjöf er lífgjöf.
Lesa meira

Teikningar af húsum aðgengilegar í kortasjá

Líkt og greint var frá hér á heimasíðunni í ágúst er hægt að kalla fram upplýsingar um lóðir, fasteignir, vegi, lagnir í eigu Rarik og Norðurorku, fráveitu, vatnsveitu auk hin ýmsu þjónustutákn á sérstakri kortasjá sem unnin er af fyrirtækinu Loftmyndir.
Lesa meira

HTÍ heimsækir Fjallabyggð

Í síðustu viku tók Heyrnar- og talmeinastöð Íslands í notkun nýja sérútbúna bifreið, sem verður notuð til reglulegra ferða út á land svo færa megi þjónustu HTÍ nær notendum.
Lesa meira

Foreldravika í Tónskóla Fjallabyggðar

Foreldravika verður í Tónskóla Fjallabyggðar vikuna 21. – 25. september. Í foreldravikunni verður farið yfir markmiðasamninga sem nemandi, kennarar og foreldrar gera sín á milli fyrir skólaárið 2015 – 2016. Öllum foreldrum og forráðamönnum verður sent aðgangsorð að Visku mánudaginn 14. september og geta þeir þar kynnt sér betur markmiðasamningana fyrir foreldraviku.
Lesa meira

Göngum í skólann

Grunnskóli Fjallabyggðar mun taka þátt í átakinu Göngum í skólann sem fer fram dagana 14. -25. sept.
Lesa meira

Aðalfundur Leikfélags Fjallabyggðar

Aðalfundur Leikfélags Fjallabyggðar verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 15. september kl. 20:00. Fundurinn fer fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Á fundinum fara fram hefðbundin fundarstörf og kosning stjórnar.
Lesa meira

Steypustöðin fjarlægð

Þessa dagana er verið að fjarlægja steypustöðina í Ólafsfirði sem notuð var við gerð Héðinsfjarðarganga og skemmu sem þar hefur líka staðið. Tæp fjögur ár eru síðan göngin voru opnuð og margir beðið eftir því að þessi mannvirki verði fjarlægð.
Lesa meira