Fréttir & tilkynningar

Listhúsið óskar eftir sjálfboðaliðum

Í Listhúsinu Ólafsfirði dvelur nú kanadíski listamaðurinn Jennifer Globush. Hún óskar eftir liðssinni íbúa við gerð listaverks sem hún er að vinna að. Vill hún fá að taka myndir af íbúum sem hún hyggst svo setja saman í eina stóra teiknaða mynd. Þeir sem vilja leggja listamanninum lið geta kíkt við í Listhúsinu laugardaginn 22. ágúst milli kl. 13:00 og 15:00.
Lesa meira

Mikil ánægja með grillveislu Kiwanismanna

Á laugardaginn var eldri borgurum í Fjallabyggð boðið í grillveislu í Skógræktinni á Siglufirði sem Kiwanisklúbburinn Skjöldur stóð fyrir. Grilluð voru lambalæri og borið fram með tilheyrandi sósu, sallati og öðru meðlæti. Mikil ánægja var á meðal eldri borgara í Fjallabyggð með þetta framtak Kiwansklúbbsins Skjaldar og nutu allir þessarar frábæru máltíðar og samverustundar í dásamlegum skógarlundi Skógræktarfélags Siglufjarðar.
Lesa meira

Vel heppnuð afmælishátíð

Á föstudaginn var haldið upp á 75 ára afmæli Skógræktarfélags Siglufjarðar og jafnframt var skógurinn formlega gerður að Opnum skógi. Markmiðið með verkefninu "Opinn skógur" er að opna skógræktarsvæði við alfaraleiðir, sem eru í umsjón skógræktarfélaga. Áhersla er lögð á að aðstaða og aðgengi verði til fyrirmyndar og á að miðla upplýsingum og fræðslu um lífríki, náttúru og sögu, svo að almenningur geti nýtt sér Opin skóg til áningar, útivistar og heilsubótar.
Lesa meira

Bókasafnið Ólafsfirði opið um helgina

Í tilefni Berjadaga og 70 ára afmælis Ólafsfjarðar sem kaupstaðar verður bókasafnið í Ólafsfirði Ólafsvegur 4, (gamla stjórnsýsluhúsið) opið um helgina þ.e. laugardag og sunnudag frá kl. 11:00 - 15:00.
Lesa meira

Skógræktarfélag Siglufjarðar 75 ára

Í tengslum við aðalfund Skógræktarfélags Ísland, sem fram fer á Akureyri um helgna, verður reitur Skógræktarfélags Siglufjarðar formlega opnaður undir merkjum Opins skógar. Skógræktarfélag Siglufjarðar fagnar 75 ára afmæli á þessu ári og nú hefur aðstaða fyrir gesti skógarins verið bætt til muna, meðal annars með vegabótum og nýju bílastæði.
Lesa meira

Kaffihúsastemning og tónleikar

Dagskrá Berjadaga, föstudaginn 14. ágúst verður sem hér segir:
Lesa meira

Grillveisla fyrir eldri borgara

Kiwanisklúbburinn Skjöldur býður eldri borgurum í Fjallabyggð til grillveislu í skógræktinni á Siglufirði kl. 13:00 laugardaginn 15. ágúst n.k. Grillað verður í Stórarjóðri við árbakkann syðst í skóginum.
Lesa meira

Innritun í Tónskóla Fjallabyggðar

Innritun í Tónskóla Fjallabyggðar fer fram dagana 17. - 28. ágúst, alla virka daga frá kl. 09:00 – 15:00.
Lesa meira

Samgöngur á milli byggðarkjarna

Í sumar hafa samgöngur á milli byggðarkjarna að mestu verið í tengslum við íþrótta– og knattspyrnuskóla KF en almenningi hefur verið frjálst að nýta sér allar ferðir gegn vægu gjaldi.
Lesa meira

Reiðnámskeið í Ólafsfirði

Æskulýðsnefnd Hestamannafélagsins Gnýfara í Ólafsfirði stendur fyrir reiðnámskeið í Ólafsfirði sem hefst sunnudaginn 16. ágúst næstkomandi. Námskeiðið er fyrir börn og unglinga frá fimm ára aldri.
Lesa meira