Fréttir & tilkynningar

Vetraropnun íþróttamiðstöðva

Nú þegar skólastarf er hafið breytist opnunartími íþróttamiðstöðva og verður vetraropnun 2015 - 2016 sem hér segir:
Lesa meira

Bókasafnsfréttir

Undanfarið hefur starfsfólk bókasafnanna, bæði á Siglufirði og í Ólafsfirði, unnið að því að bæta aðbúnað gesta og aðgang að safnkostinum. Á efri hæð safnsins í Ólafsfirði er komin notaleg setustofa þar sem hægt er að tylla sér með kaffibolla og blöðin eða glugga í gamlar bækur.
Lesa meira

Skólasetning Grunnskóla Fjallabyggðar

Skólasetning Grunnskóla Fjallabyggðar skólaárið 2015-2016 verður mánudaginn 24. ágúst nk. sem hér segir.
Lesa meira

Ertu klár í Útsvar?

Fjallabyggð hefur borist boð frá RÚV um að senda lið til keppni í árlegann sjónvarpsþátt þar sem 24 sveitarfélög keppa sín á milli í spurningaleik. Þau átta lið sem komust í fjórðungsúrslit síðasta vetur eru sjálfskrafa með þennan veturinn. Hin sextán voru dregin út eftir stærð sveitarfélaganna og Fjallabyggð var eitt þeirra sveitarfélaga sem var dregið úr pottinum fyrir komandi vetur. Þetta árið hefst keppni föstudaginn 11. september.
Lesa meira

Uppfærð kortasjá

Á heimasíðu Fjallabyggðar er hægt að kalla fram kortasjá sem unnin er af fyrirtækinu Loftmyndir. Inni á kortasjánni er nú hægt að kalla fram upplýsingar um lóðir, fasteignir, vegi, lagnir í eigu Rarik og Norðurorku, fráveitu, vatntsveitu auk hin ýmsu þjónustutákn.
Lesa meira

Mín Fjallabyggð - íbúagátt

Vakin er athygli á því að nú geta íbúar Fjallabyggðar komið á framfæri ábendingum, fyrirspurnum og sent inn mál rafrænt í gegnum íbúagáttina MÍN FJALLABYGGÐ.
Lesa meira

Almenningssamgöngur á milli byggðarkjarna

Á fundi bæjarráðs í gær, 18. ágúst var lagt fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa um notkun á almenningssamgöngum á milli byggðarkjarna í júlímánuði. Samtals voru farþegar 833 þar af 785 á vegum KF sem gerir þá 48 almennir farþegar.
Lesa meira

Hækkun á gjaldskrám

Á fundi bæjarráðs í gær, þann 18. ágúst, voru tekin fyrir erindi skólastjóra Tónskóla Fjallabyggðar annars vegar og erindi skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar hins vegar þar sem óskað var eftir hækkun á gjaldskrám.
Lesa meira

Ólafsfjarðarstofa

Sigurhæð ses., félag áhugafólks um safnamenningu í Ólafsfirði hefur undirritað samning um kaup á húsinu við Strandgötu 4. Félagið fær strax afnot af helmingi neðri hæðar, 2/3 af vöruskemmu sem er norðan við húsið, alla efri hæðina og kjallara sem er undir öllu húsinu. Fyrstu hluti hússins var byggður rétt fyrir aldamótinn 1900 en aðalbyggingatími hússins var árið 1912. Húsið hefur gengt ýmsum hlutverkum í gegnum tíðina og nú síðast hefur verið rekin þar verslunin Valberg.
Lesa meira

Vel heppnaðir Berjadagar

Um síðastliðnu helgi voru hinir árlegu Berjadagar haldnir í Ólafsfirði. Dagskráin hófst á fimmtudagkvöldið með tónleikum í Ólafsfjarðarkirkju en þar steig á svið Hanna Þóra Guðbrandsdóttir sópran ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara og fluttu þær fjölbreytta dagskrá eftir íslenska sem erlenda höfunda.
Lesa meira